Saga - 2018, Page 97
of the Febri cula or Little Fever, frá 1750 taldi hann blóð kvenna með
barnsfarasótt vera seigfljótandi.61 Fyrsti læknirinn sem benti á að
barnsfarasótt væri smitandi sjúkdómur var skoskur, Alexander
Gordon (1752‒1799). Það gerði hann árið 1795 í ritinu A Treatise on the
Epidemic Puerperal Fever of Aberdeen. Í Aberdeen í Skotlandi hafði
barnsfarasótt brotist út meðal sængurkvenna í desember árið 1789
og hóf Gordon að rannsaka eðli sjúkdómsins hjá konunum. Í bók -
inni sagðist hann ekki geta útskýrt sjúkdóminn en taldi sig hafa
sönnun þess að hver sá einstaklingur sem hefði sinnt fæðandi konu
sem síðan fékk barns farasótt væri sá sem hefði sýkt hana. Hann
byggði kenn ingu sína á aðkomu þeirra sem höfðu sinnt konunum í
fæðingunum. Gordon útbjó töflu með nöfnum 77 kvenna og nöfn -
um þeirra sem höfðu sinnt þeim í fæðingarhjálpinni á tímabilinu frá
desember 1789 og fram í október 1791. Tuttugu og átta konur dóu af
því sem hann taldi barnsfarasótt. Þær dóu í sængurlegu allt frá
öðrum degi og upp í 23 dögum eftir fæðinguna. Hann sjálfur hafði
sinnt 14 konum í fæðingum og af þeim dóu fimm. Þessar fimm kon-
ur taldi hann sig sjálfan hafa smitað í fæðingarhjálpinni. Hann gat
ekki útskýrt hvernig konurnar fengu barnsfarasótt en taldi sig hafa
borið sýkingu í þær með andrúmslofinu.62 Hann gat einnig rakið
aðkomu ljós mæðra sem höfðu sinnt fæðingarhjálp þar sem konur
dóu af barnsfarasótt í kjöl farið. Þannig bjó hann sér til þá kenningu
að barnsfarasótt væri sýking sem sængurkonur fengju í sig frá öðr -
um ein stak lingi.63
Hjá sagnfræðingnum Lois N. Magner kemur fram að barnsfara-
sótt virðist fyrst hafa orðið að faraldri á átjándu öld eða um það leyti
sem fæðingarstofnanir voru teknar í notkun í mörgum Evrópulönd -
um. Þangað gátu fátækar konur leitað til að fæða börn sín. Þar störf -
uðu læknar við fæðingarhjálp.64 Snemma á átjándu öld hófu læknar
að beita fæðingartöngum í erfiðum fæðingum og upp frá því var
notkun þeirra alfarið í höndum lækna. Töngin var fundin upp á
síðari hluta sextándu aldar af frönskum bartskera, William Chamb -
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 95
60 Irvine Loudon, The Tragedy of Childbed Fever (Oxford: University Press 2000),
bls. 14–15.
61 Christine Hallett, „The Attempt to Understand Puerperal Fever in the
Eighteenth and Early Nineteenth Centuries“, bls. 6, 10.
62 Alexander Gordon, A Treatise on the Epidemic Puerperal Fever of Aberdeen
(London: G.A. and J. Robinson 1795), bls. 63.
63 Sama heimild, bls. 62‒63, 73, 75.
64 Lois N. Magner, A History of Medicine, 1992), bls. 258.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 95