Saga - 2018, Síða 98
er len (1560‒1631).65 Félagsfræðingurinn Ann Oakley tekur svo
sterkt til orða, í riti sínu Women Confined: Towards a Sociology of Child -
birth, að aðkoma lækna að fæðingum á átjándu og nítjándu öld hafi
valdið bæði móðurinni og barni hennar hættu.66 Hér vísar hún í
smitun barnsfarasóttar á fæðingarstofnunum þar sem læknarnir
sinntu fæðingarhjálp með óhreinum áhöldum, svo sem fæðingar-
töngum, og óvörðum höndum. Í sama streng tekur sagnfræðingur-
inn Edward Shorter í bók sinni A History of Women’s Bodies. Hann
stað hæfir að þegar læknar hófu á átjándu öld að beita fæðingartöng-
um í fæðingum og kenna ljósmæðrum að sækja fylgjuna í gegnum
fæðingarveginn eftir fæðingar hafi faraldrar barnsfarasóttar farið að
gera vart við sig.67 Mjög líklegt er að konur sem sinntu fæðingar -
hjálp fyrr á öld um hafi kunnað að sækja fylgju, ef hún var föst og
kom ekki sjálfkrafa, án þess að hafa fengið tilsögn frá læknum.
Fyrsta skráða heimildin á Englandi um barnsfarasóttarfaraldur
segir frá einum slíkum sem átti sér stað við fæðingarstofnunina The
British Lying-In Hospital í Lundúnum í júnímánuði árið 1760. Sá far-
aldur varaði fram í lok desember.68 Engar upplýsingar finnast um
það hversu margar sængurkonur létust í þessum faraldri en fæðing-
arstofnunin hafði verið sett á fót árið 1747.69 Á árunum 1784 til 1794
komu upp barnsfarasóttarfaraldrar í fleiri borgum í Evrópu, þar á
meðal í Vínarborg, kaupmannahöfn, Poitiers og Rouen í Frakklandi,
Aberdeen og Stokkhólmi.70 Á nítjándu öld átti barnsfarasótt eftir að
skjóta upp kollinum á fæðingarstofnunum víða í Evrópu. Eins og
Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir sagnfræðingur bendir á jókst tíðni
barnsfarasóttar svo mjög að henni mátti líkja við „plágu meðal
fæðingarspítala í Evrópu á 19. öld þar sem dánartíðnin gat verið á
bilinu 10–35%.“71
erla dóris halldórsdóttir96
65 Lbs–Hbs. (Landsbókasafn – Háskólabókasafn) Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæð -
ingar hjálp á Íslandi 1760–1880. Ritgerð til doktorsprófs í sagnfræði við Háskóla
Íslands (Hugvísindasvið: Háskóli Íslands 2016), bls. 54‒55.
66 Ann Oakley, Women Confined: Towards a Sociology of Childbirth (New york:
Schocken Books 1980), bls. 11.
67 Edward Shorter, A History of Women’s Bodies , bls. 118–120.
68 Margaret DeLacy, „Puerperal fever in eighteenth-century Britain“, bls. 532.
69 Lbs–Hbs. Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 51.
70 Margaret DeLacy, „Puerperal fever in eighteenth-century Britain“, bls. 533.
71 Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, „Ignaz Philipp Semmelweis — Hin þjáða
hetja“, bls. 31.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 96