Saga - 2018, Qupperneq 99
Barnsfarasótt á Íslandi og í Noregi
Fyrsti íslenski annáll sem greinir frá því að konur hafi dáið af völd-
um barnsburðar er Fitjaannáll. Þar segir að haustið 1679 hafi konur
víða á landinu dáið af barnsburði. Sjálfur missti höfundurinn, Oddur
Eiríksson (1640–1719), eiginkonu sína, Sesselju Halldórs dóttur
(1645‒1679), þann 23. október það ár í sængurlegu.72 Vel má vera að
Oddur hafi þess vegna fundið sig knúinn til að greina frá dauða
sængurkvenna en annálaritarar greindu aðallega frá því þegar
heldri konur dóu af barnsförum. Sigurjón Jónsson læknir telur frá-
sögn Odds um lát sængurkvenna víða um land vísbendingu um að
árið 1679 hafi hér gengið faraldur af barnsfarasótt.73 Í grein Jóns
Thorstensen (1794‒1855) landlæknis í frönsku tímariti frá árinu
1837, þar sem hann upplýsir um helstu sjúkdóma hér á landi, getur
hann þess að Febrem puerperalem malignam sé mjög sjaldgæf á Ís -
landi, þ.e. hann nefnir ekkert um tíðni barnsfarasóttarinnar.74
Fyrstu tölur um fjölda barnsfarasóttartilfella á Íslandi er að finna
í bók Peter A. Schleisner (1818‒1900), Island undersøgt fra et lægevi-
denskabeligt Synspunkt, sem kom út í kaupmannahöfn árið 1849 þar
sem hann greindi frá átta tilfellum barnsfarasóttar sem hann kallar
„den ondartede barselfeber“.75 Upplýsingar um konurnar hafði
hann fengið frá tveimur héraðslæknum, öðrum úr norðurhéraði
Vesturamtsins, Andreas Peter Jensen (1810‒1863) sem hafði haft fjór-
ar sængurkonur með barnsfarasótt til meðferðar árið 1842 og af
þeim dóu þrjár. Hinn héraðslæknirinn sem veitti honum upplýs -
ingar var Eggert Johnsen (1798‒1855), héraðslæknir í Norðlend inga -
fjórðungi, sem hafði haft fjórar sængurkonur með barnsfarasótt til
meðferðar árið 1845 og af þeim dóu tvær.76
Í doktorsritgerð Jóns Finsen (1826–1885) læknis, Iagttagelser an -
gaaende Sygdomsforholdene i Island, sem hann varði við læknadeild
Hafnarháskóla hinn 28. apríl 1874 koma fram upplýsingar um 17 til-
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 97
72 Fitjaannáll 1400‒1712: Með ýmsum viðaukum séra Jóns prófasts Halldórssonar í
Hítardal 1643‒1712 ([án útg.] 1927), bls. 250.
73 Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400‒1880 (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag 1944), bls. 100‒101.
74 Johanne Thorstensen, „Tractatus De Morbis In Islandia Frequentissimis“,
Mémoires de l’Académie de médecine (París: Chez J.-B. Bailliére 1840), bls. 39.
75 P. A. Schleisner, Island undersøgt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt (kaup -
manna höfn: Boghandler C. G. Iversen 1849), bls. 50.
76 Sama heimild, bls. 50.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 97