Saga - 2018, Síða 104
barnsfarasótt sem hafi verið gefið blóð eftir erfiða fæðingu. Árið
1948 var hið fyrsta frá því að skráning dauðsfalla hófst sem engin
kona á Íslandi lést af barnsfarasótt en það ár veiktust fimm konur af
sóttinni. Fimmtán árum síðar, árið 1963, lést engin kona af barns-
farasótt í Noregi.87 Árið 1963 var einnig það fyrsta, frá því að skrá-
setning hófst, sem engin kona sýktist af barnsfarasótt á Íslandi og
árið 1975 síðasta árið sem kona lést af barnsfarasótt hér á landi.
Síðasta tilfelli barnsfarasóttar á Íslandi í heilbrigðisskýrslum var
skráð árið 1986. Sú kona náði bata. Árið 1989 var hætt að skrá barns-
farasótt í heilbrigðisskýrslum en þá hafði farið fram endurskoðun á
innihaldi heilbrigðisskýrslna og barnsfarasótt datt út í skráningu
smitsjúkdóma.88 Í Noregi var hætt að skrá barnsfarasóttartilfelli í
heilbrigðisskýrslur árið 1953.89 Engin kona lést af barnsfarasótt í
Noregi árið 1963 og hafði það ekki gerst í 83 ár eða frá árinu 1880.
Árið 1963 lést heldur engin kona á Íslandi vegna sóttarinnar.90 Þrjár
konur dóu af barnsfarasótt í Noregi á níunda áratugnum, tvær árið
1983 og ein ári síðar.91 Á árunum 1985–1988 lést engin kona af barns -
farasótt í Noregi.92
Fyrsta lýsing íslensks læknis á barnsfarasótt kemur fram hjá
Sveini Pálssyni (1762‒1840) árið 1794. Lýsinguna er að finna í grein
hans, „Tilraun að upptelja sjúkdóma þá er að bana verða, og orðið
geta, fólki á Íslandi“, sem birtist í Riti þess íslenzka lærdómslistafélags.
Þar telur Sveinn upp sjúkdóma sem geta valdið dauða hjá konum
og fjallar um „eftirburðarsótt“ eða „febris puerperalis“ og „puerp -
erla dóris halldórsdóttir102
87 Heilbrigðisskýrslur 1948: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1952), bls. 26; Helsestatistikk 1963
(Ósló: Statistisk sentralbyrå 1965), bls. 144.
88 Heilbrigðisskýrslur 1963: Samdar af skrifstofu landlæknis eftir skýrslum héraðslækna
og öðrum heimildum (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1967), bls. 91; Heil brigðis -
skýrslur 1975: Samdar af skrifstofu landlæknis eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum, bls. 85; Heilbrigðisskýrslur 1986‒1987, bls. 48; Heilbrigðis skýrslur 1988,
bls. 32; Ólafur Ólafsson, „Formáli“, Heilbrigðisskýrslur 1989‒1990 (Reykjavík:
Landlæknisembættið 1994), bls. 3.
89 Sunnhetstilstanden og Medisinalforholdene 1953 (Ósló: Statistisk sentralbyrå 1956),
bls. 66.
90 Helsestatistikk 1963 (Ósló: Statistisk sentralbyrå 1965), bls. 144; Heilbrigðis -
skýrslur 1963: Samdar af skrifstofu landlæknis eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum, bls. 91.
91 Dødsårsaker 1983 (Ósló: Statistisk sentralbyrå 1984), bls. 53; Dødsårsaker 1984
(Ósló: Statistisk sentralbyrå 1985), bls. 62.
92 Dødsårsaker 1983‒1988 (Ósló: Statistisk sentralbyrå 1984‒1990).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 102