Saga - 2018, Side 105
eral feber“ úr hverju flestar sængurkonur deyja að hans sögn.
Sveinn lýsir því að við erfiðar fæðingar geti komið bólga og það sem
hann kallar „ofslætti“ í innri fæðingarlíffærin með verkjum og
sóttar tilfellum. Lítið beri á sjúkdómnum utan á líkama konunnar en
„snarliga færist bólga þessi til hinna annarra parta í lífinu og annað
hvort dregur konuna til dauða innan skamms“.93 Ekkert var fjallað
um það hvernig konur gátu fengið þennan sjúkdóm en meðferð við
sóttinni var að taka konunni blóð, helst á fótum, leggja á kviðinn
klút með volgum kamfórusalva eða bræddu smjöri og gefa henni
kamfórublöndu í spón á hverri klukkustund.94 Hugtakið „eftir-
burðarsótt“ kemur fyrir í svari við þeim spurningum sem deild
Hins íslenska bókmenntafélags í kaupmannahöfn sendi prestum á
Íslandi 30. apríl 1839. Ein af spurningunum sem prestar skyldu
svara var um almenna sjúkdóma í sóknum þeirra. Séra Jón Bergsson
í Hofs- og Hálssóknum í Suður-Múlasýslu, sagði í svari sem hann
dagsetti 15. október 1840 að „mörgum konum hættir við eptir-
burðarsótt og brjóstmeinum.“95 Hugtök eins og mjólkurkalda, melk
feber, eftirburðarsótt, barnsfarasótt og kolbrandur eftir barnsburð
koma af og til fyrir í skráningu presta í prestsþjónustubókum hér á
landi sem dauðamein kvenna sem dóu í sængurlegu. Þær konur
sem fengu þessa skráningu prestanna sem dauðamein hafa líklega
dáið af völdum barnsfarasóttar. Hugtakið barnsfarasótt er ekki
notað hér á landi fyrr en árið 1866 og er mjög líklega komið frá Jóni
Hjaltalín landlækni, úr margnefndri bók hans frá 1865.
Að kona hafi dáið af völdum barnsfarasóttar kemur fyrst fram í
prestsþjónustubók Hvammssóknar í Skagafjarðarsýslu árið 1866.
Páll Jónsson, sóknarprestur í Hvammssókn, skráði í prestsþjónustu-
bók sóknarinnar þann 6. júní 1866 að kristrún Benediktsdóttir
(f. 1836), húsfreyja í kleifarseli, hefði dáið úr „barnsfarasótt“ eftir að
hafa tveimur dögum áður fætt dreng á heimili sínu. Hafði drengur-
inn verið skírður Sigurður daginn áður en móðir hans lést.96
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 103
93 Sveinn Pálsson, „Tilraun til að upptelja sjúkdóma þá er að bana verða, og orðið
geta, fólki á Íslandi“, Rit þess íslenzka lærdómslistafélags 15 (1794), bls. 117.
94 Sama heimild, bls. 117.
95 Múlasýslur: Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839–1874.
Finnur N. karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson sáu um útgáfuna (Reykja -
vík: Sögufélag og Örnefnafélag Íslands 2000), bls. 574.
96 ÞÍ. kirknasafn. Hvammur í Laxárdal BA 5. Prestsþjónustubók 1852‒1890, bls.
28, 173.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 103