Saga - 2018, Qupperneq 106
Dauðameinið mjólkurkalda, sem einnig var kallað melk feber,
kemur fyrst fram í prestsþjónustubók Þingeyrasóknar í Húnavatns -
sýslu árið 1808. Þann 26. október 1808 lést sýslumannsfrúin, Guðrún
Þorsteinsdóttir (f. 1769) á Stóru-Giljá, úr „melk feber, maligna“ 17
dögum eftir fæðingu sonar síns, Snorra.97 Álitið er að Guðrún hafi
látist af illkynja mjólkurköldu sem var talin afleiðing þess að mjólk
færi í blóðið. Svo hefur ekki verið heldur hefur hún látist af hitasótt
samfara stálma í brjóstunum vegna barnsfarasóttarinnar.
Eftirburðarsótt kemur fyrst fram sem dánarmein í kirkjubók
kolfreyjustaðar í Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu þegar kristín
Stefánsdóttir (f. 1780), 40 ára vinnukona, lést á bænum Vattarnesi
þann 5. janúar 1821 „af eftirburðarsótt“.98 Þungur er dómur séra
Hjálmars Guðmundssonar þegar hann skráir í bókina að dauði
kristínar hafi „máske orsakast af vankunnáttu yfirsetukonunnar,
Sigríðar Eyjólfsdóttur frá Berunesi að taka fylgjuna og forsóma að
kalla í tíma greindari til hjálpar.“99 Séra Hjálmar ásakar Sigríði bein-
línis fyrir að hafa ekki kallað til aðstoðar konu með meiri þekkingu
á fæðingarhjálp en hún hafði. Sigríður (f. 1775) var húsfreyja í
Berunesi og stutt er þaðan að Vattarnesi þar sem kristín fæddi
barnið. Hún hefur líklega verið sótt til aðstoðar í fæðingarhjálp í
sókninni enda engin lærð ljósmóðir í kolfreyjustaðarsókn á þeim
tíma.
Orðið kolbrandur kemur fyrir sem dánarmein hjá 46 ára ekkju,
Sigurbjörgu Sigvaldsdóttur (f. 1831), í Nípukoti í Breiðabólsstaðar -
sókn í Vesturhópi í Húnavatnssýslu, sem lést 17. júlí 1877, fjórum
dögum eftir að hún fæddi stúlku sem skírð var kristín. Sigurbjörg
var ekkja eftir eiginmann sinn, Gísla Bjarnason, sem látist hafði 21.
janúar 1877 úr lungnabólgu.100 Mjög líklegt er að prestur sóknarinn-
ar, séra Jón kristjánsson, hafi fengið orðið kolbrandur úr Kennslubók
handa yfirsetukonum eftir Carl Edvard Marius Levy, fæðingarlækni í
kaupmannahöfn. Bókin kom upphaflega út í kaupmannahöfn árið
erla dóris halldórsdóttir104
97 ÞÍ. kirknasafn. Þingeyraklaustur í Þingi BA 1. Prestsþjónustubók 1785‒1816,
ótölusett.
98 ÞÍ. kirknasafn. kolfreyjustaður í Fáskrúðsfirði BA 1. Prestsþjónustubók 1817‒
1850, bls. 111.
99 ÞÍ. kirknasafn. Skinnastaður í Öxarfirði BA 2. Prestsþjónustubók 1816‒1868,
bls. 19, 173.
100 ÞÍ. kirknasafn. Breiðabólsstaður í Vesturhópi BA 6. Prestsþjónustubók 1859‒
1900, bls. 48, 182‒183.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 104