Saga - 2018, Blaðsíða 108
Gekk barnsfarasótt á Vestfjörðum árið 1865?
Þann 26. júlí árið 1865 barst Jóni Hjaltalín landlækni bréf frá héraðs -
lækni norðurhéraðs Vesturamtsins, Þorvaldi Jónssyni (1837‒1916) á
Ísafirði, þar sem þetta kom fram:
Hjer [í Ísafjarðarsýslu] hefur verið mjög kranksamt í sumar; fyrst voru
hjer fingurmein og handamein verri og almennari, en jeg nokkurn tíma
hef heyrt um talað; hver, sem eitthvað stakk sig, skar eða marði, fjekk
mikla bólgu — og varla er sá partur til á líkamanum, að ekki hafi bólga
í hann komið í sumar. Hefur nú á seinni tíð krankleikinn einkum snúið
sjer að sængurkonum og orsakað mjög vondan „Barselfeber“. Með
vissu veit jeg, að tvær hafa fengið hann í sumar, og dóu þær báðar, en
svo hef jeg heyrt um fleiri, sem eiga að hafa dáið úr líku, en veit engar
sönnur á því. Til annarrar þessarar konu kom jeg, er hún var í and lát -
inu.104
Með þessu bréfi Þorvaldar hófst atburðarás sem bæði Þorvaldi og
Jóni landlækni stóð beygur af. Þar sem barnsfarasóttin gat borist um
allt land tók Jón landlæknir þá ákvörðun að greina frá sóttinni í sér-
stakri bók og jafnframt meðferð við henni eftir upplýsingum frá
bestu og reyndustu læknum sem uppi væru. Upplýsa átti almenn -
ing um þessa bráðu sótt og er bókin skrifuð með aðgengilegu orð -
færi fyrir alþýðu, eins og kom fram í Þjóðólfi.105 Hún er mjög merki-
leg fyrir þær sakir að engin slík bók var gefin út fyrir almenning í
Danmörku og ekki er vitað til þess að slíkt upplýsingarit um barns-
farasótt ætlað almenningi hafi verið gefið út í hinum norrænu lönd-
unum.
Barnsfarasóttin var þess eðlis á þessum tíma að læknar höfðu
enga hugmynd um hvers konar sjúkdómur hún var. Þeir vissu að
veikin væri gömul og banvæn og legðist á sængurkonur, einkum í
hinum „innri fæðingarpörtum, lífhimnunni, blóðæðunum og mjólkur -
æðunum“.106
Þorvaldur Jónsson héraðslæknir nafngreinir ekki konurnar sem
fengu barnsfarasóttina sumarið 1865. Fæðingar hjá konunum höfðu
gengið vel en í sængurlegu höfðu þær fengið það sem hann kallar
„metroperitonitis puerperalis“ eða barnsfarasótt með bólgu í líf-
erla dóris halldórsdóttir106
104 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
105 Þjóðólfur 30. október 1865, bls. 191–192.
106 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 7.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 106