Saga - 2018, Síða 109
himnunni.107 konurnar hafa líklega verið Jakobína Guðríður Ólafs -
dóttir, 23 ára skipstjórafrú á Ísafirði, sem hafði fætt stúlku 20. júlí
1865 og lést á þriðja degi í sængurlegu, og Ingibjörg karvelsdóttir,
29 ára barnsmóðir og ráðskona bæjarstjórans á Ísafirði, Jens krist -
jáns Arngrímssonar. Ingibjörg hafði fætt dreng 24. júlí og lést á
öðrum degi í sængurlegu. Bæði börnin lifðu mæður sínar.108 Þær
eru einu konurnar sem létust í sængurlegu á Ísafirði sumarið 1865.
Fleiri konur dóu þó í sængurlegu í Ísafjarðarsýslu þetta ár. Sýsl -
an tilheyrði læknishéraði sem kallað var norðurhérað Vestur amtsins.
Þar hafði Þorvaldur verið héraðslæknir frá 6. október 1863. Læknis -
hérað hans var gríðarstórt og náði yfir Austur- og Vestur-Barða -
strandarsýslu, Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu og Stranda sýslu.109
Íbúafjöldinn í þessum sýslum var árið 1860 samtals 7.584.110 Þegar
Þorvaldur kom til Ísafjarðar í október 1863 var hann nýútskrifaður
læknir, hafði lært læknisfræði hjá Jóni landlækni í Reykja vík frá
hausti 1861 og þar til hann lauk læknaprófi hjá honum 17. septem -
ber 1863. Þorvaldur var kvæntur Þórunni Jónsdóttur (1842‒1912).
Sumarið 1865, þegar barnsfarasótt tók að gera vart við sig á Ísafirði,
var Þórunn ófrísk af fyrsta barni þeirra hjóna og hlýtur það að hafa
valdið þeim áhyggjum.111
Þorvaldur hafði ákveðnu hlutverki að gegna í fæðingarhjálp.
Honum bar þó ekki að taka á móti börnum heldur vera til aðstoðar,
samkvæmt erindisbréfi handa héraðslæknum á Íslandi frá 25. febrú-
ar 1824, þegar fæðing gekk ekki sem skyldi.112 Hann átti fæðingar-
töng, sem var talin „mikilvægasta áhaldið sem hægt var að beita í
erfiðum fæðingum.“113 Hann hafði einnig skyldum að gegna þegar
smitsóttir urðu að faröldrum í umdæmi hans, þ.e. honum var ætlað
að finna orsakir og vara íbúa við því hversu hættulegir slíkir faraldr-
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 107
107 Sama heimild, bls. 37.
108 ÞÍ. kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði/Ísafjörður BA 2. Prestsþjónustubók 1816–
1876, bls. 246–247, 395.
109 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson, Læknar á Íslandi II. bindi, bls. 70.
110 Hagskinna, bls. 68, 70.
111 Þorvaldur Jónsson hafði verið við nám við læknadeild Hafnarháskóla á árun-
um 1857–1860 en þurfti frá að hverfa vegna veikinda. Lbs‒Hbs. Erla Dóris
Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, bls. 231, 236–237; Lárus H.
Blöndal og Vilmundur Jónsson, Læknar á Íslandi I. bindi, bls. 822‒823.
112 Lovsamling for Island VIII. bindi, bls. 516, 522‒525.
113 Erla Dóris Halldórsdóttir, „Tangarleyfi íslenskrar ljósmóður“, Ljósmæðrablaðið
94:2 (2016), bls. 15.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 107