Saga - 2018, Síða 110
ar gátu verið heilsu manna. Þá bar honum að tilkynna farsóttir til
landlæknis og amtmanns. Héraðslæknum á Íslandi bar einnig að
veita heilbrigðisráðinu í kaupmannahöfn upplýsingar um stöðu
mála í umdæmum þeirra, m.a. um andlát barnshafandi kvenna
sam kvæmt kansellíbréfi frá 20. desember 1803.114 Það gerði Þor -
valdur í skýrslu, sem dagsett er 28. janúar 1866, til heilbrigðisráðsins
í kaupmannahöfn. Hann tilkynnti ráðinu að „barselfeberepidemie“
hafi gengið í umdæmi hans, Ísafjarðarsýslu, sem náði að dreifa sér
yfir í sjö prestaköll frá júní og til loka október 1865. Tuttugu og sjö
konur fengu barnsfarasóttina, sem hann segir vera ⅓ allra kvenna
sem fæddu börn í þessum prestaköllum á tímabilinu. Af þessum 27
konum dóu 18 úr sóttinni.115
Er hægt að skilgreina barnsfarasóttina sem gekk í Ísafjarðarsýslu
árið 1865 sem barnsfarasóttarfaraldur? Þorvaldur notar ekki orðið far-
aldur heldur danska orðið „epidemie“ um sóttina. Jón landlæknir
notar aftur á móti íslenska orðið „landfarsótt“ um barnsfarasóttina
árið 1865 og segir að sóttin hagi sér eins og aðrar landfarsóttir, þ.e.
komi „stundum upp allt í einu, og hverfur, þegar minnst varir“, en að
hans mati var hún engan veginn fast ákvarðaður sjúkdómur eins og
taugaveiki, lungnabólga eða mislingasótt.116 En hver var skilgreining-
in á landfarsótt á þessum tíma? Samkvæmt tímaritinu Heil brigðis -
tíðindi, sem Jón sjálfur ritstýrði og gaf út, árið 1871 var landfarsótt skil-
greind svo: „Landfarsóttir kalla menn almennt þær sóttir, er ganga
yfir eitthvert heilt land, eða hjá einhverri sérstakri þjóð á tilteknum
tímum“.117 Engan veginn er hægt að líkja barnsfarasóttinni sem gekk
í Ísafjarðarsýslu árið 1865 við slíka faraldra sem gengu á fæðingar-
stofnunum erlendis á nítjándu öld. Þar voru það ekki sængur kon -
urnar sjálfar sem smituðu hver aðra heldur læknarnir og ljósmæð -
urnar sem sinntu þeim í fæðingum með sínum óhreinu höndum eða
lítt þrifnu fæðingaráhöldum. Í Ísafjarðarsýslu var engin fæðingar-
stofnun starfrækt á nítjándu öld og fæddu konur á heimilum sínum.
Barnsfarasóttin sem gekk í Ísafjarðarsýslu árið 1865 var hópsýk -
ing. Orðið hópsýking er þýðing á enska orðinu „outbreak“. Í bók
erla dóris halldórsdóttir108
114 Lovsamling for Island VI. bindi, bls. 663; VIII. bindi, bls. 521–522.
115 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
116 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 10.
117 „Landfarsóttir, alheimssóttir og orsakir þeirra“, Heilbrigðistíðindi 1:6 (1871),
bls. 48.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 108