Saga - 2018, Síða 111
eftir sænskan prófessor í faraldsfræði smitsjúkdóma, Johan Giesecke,
Modern Infectious Disease Epidemiology, frá 2002, segir höfundur að
orðið „epidemic“ eða faraldur sé greipt í huga margra sem samheiti
yfir hópsýkingu. Betra sé að nota orðið „outbreak“, þ.e. hópsýking,
yfir afmarkaðri atburð, fremur en orðið farsótt sem nái yfir fjölda
sýktra yfir lengra tímabil.118 Af þeim sökum er orðið hópsýking
notuð hér yfir barnsfarasóttina sem gekk í Ísafjarðarsýslu árið 1865.
Vegna erfiðra samgangna tilkynnir Þorvaldur heilbrigðisráðinu
í kaupmannahöfn, í skýrslu sinni fyrir árið 1865, að hann hafi ekki
fengið nema helming sængurkvenna til meðferðar og það ekki fyrr
en á öðrum degi eftir að fyrstu einkenni sóttarinnar gerðu vart við
sig.119 Það er eins og Þorvaldur sé að undirstrika mikilvægi þess að
á þessum tíma töldu læknar að meðferð við barnsfarasótt réðist á
fyrstu 12 klukkustundum frá því að fyrstu einkenni sóttarinnar
komu fram, þ.e. kuldahrollur og verkjastingur í kviðinn, og sá tími
skipti sköpum fyrir konuna.120 Eftir því sem kemur fram í Þjóðólfi
30. október 1865 á Þorvaldi að hafa tekist að lækna átta sængur -
konur sem fengu sóttina.121 Meðferðin sem hann beitti var bólgulos-
andi meðferð og sú eina sem til var á þessum tíma við barnsfarasótt,
þ.e. að taka konunum blóð, gefa þeim stólpípu, bera kvikasilfurs-
salva á kviðinn og leggja spanskfluguplástur í báða nárana.122 Öll
meðferðin beindist að því að lækna bólgur í líkama kvennanna.
Helsta varðveitta heimildin um nöfn, aldur og búsetu þeirra
kvenna sem létust í sængurlegu árið 1865 eru prestsþjónustubækur
úr Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu. Skoðaðar voru allar prests -
þjónustubækur í þessum sýslum til að sjá hvort konur hefðu dáið í
sængurlegu eftir barnsburð. Í Norður-Ísafjarðarsýslu fundust skráð -
ar dánar sængurkonur árið 1865 úr þremur prestaköllum af sjö.
Flestar sængurkonur létust í prestakallinu Eyri í Skutulsfirði, níu
talsins. Ein sængurkona lést í Ögurþingi og þrjár í Vatnsfjarðar -
prestakalli (sjá töflu 3). Engin kona lést af barnsburði né í sængur-
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 109
118 Johan Giesecke, Modern Infectious Disease Epidemiology (London: Taylor &
Francis Group 2017), bls. 14‒15. Þýðing á orðinu „outbreak“ þ.e. hópsýking,
kom fyrst fram í byrjun 21. aldar, frá Haraldi Briem sóttvarnalækni.
119 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
120 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 16.
121 Þjóðólfur 30. október 1865, bls. 192.
122 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 16‒19.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 109