Saga - 2018, Page 114
legu í prestakallinu Stað á Snæfjallaströnd og engin heldur í presta-
kallinu Stað í Aðalvík árið 1865. Enginn er skráður dáinn í prests -
þjónustubók kirkjubólsþings og því ekki hægt að sjá hvort kona
hafi látist þar í sængurlegu. Þá brann prestsþjónustubók fyrir Stað á
Grunnavík árið 1921 og því engar skráningar til fyrir það ár úr því
prestakalli.
Í Vestur-Ísafjarðarsýslu létust fjórar sængurkonur frá einu presta-
kalli af sex í sýslunni, þ.e. Holti í Önundarfirði. Í því prestakalli voru
tvær kirkjusóknir, Holt og kirkjuból í Valþjófsdal. Barnsfarasóttin
virðist ekki hafa farið yfir í aðrar sýslur eins og fram kemur í Þjóðólfi
30. október 1865.123 Heimild er þó fyrir því að tvær konur hafi dáið
í sængurlegu í Barðastrandarsýslu haustið 1865. Barðastrandarsýsla
og Strandasýsla tilheyrðu læknisumdæmi Þorvaldar Jónssonar hér -
aðs læknis. Í Barðastrandarsýslu lést sængurkonan Helga Guð munds -
dóttir, 35 ára ógift vinnukona í krossnesi í Garpsdalssókn, þann 10.
september 1865, sjö dögum eftir að hún fæddi barn sitt. Hin konan
var Guðrún Einarsdóttir (1835‒1865), gift húsfreyja í Hvammi í
Brjánslækjarsókn, sem dó 22. október 1865, átta dögum eftir fæð -
ingu.124 Engin kona er skráð dáin, hvorki í fæðingu né sængurlegu,
í Strandasýslu árið 1865.
yngsta konan sem lést í hópsýkingu af völdum barnsfarasóttar
árið 1865 var 21 árs og sú elsta 38 ára. Fimm voru á aldrinum 20–29
ára og 12 á aldrinum 30–39 ára. Í sænskri grein eftir Ulf Högberg og
Stig Wall um mæðradauða í Svíþjóð frá 1781 til 1980 kemur fram að
konur eldri en 29 ára áttu frekar á hættu en yngri konur að fæðing
yrði erfið og krefðist inngripa og því var meiri hætta á að þær fengju
barnsfarasótt í sængurlegu.125
En hvað olli því að barnsfarasóttin var svo skæð í Ísafjarðarsýslu
sem raun ber vitni árið 1865 og varð 18 sængurkonum að aldurtila?
kveikjan að barnsfarasótt á nítjándu öld var talin hið margumtalaða
efni sem lík gátu gefið frá sér. Að mati Jón Hjaltalíns landlæknis gat
erla dóris halldórsdóttir112
123 Þjóðólfur 30. október 1865, bls. 192.
124 ÞÍ. kirknasafn. Garpsdalur í Geiradal BA 4. Prestsþjónustubók 1855–1889, bls.
11, 125; kirknasafn. Brjánslækur á Barðaströnd BA 3. Prestsþjónustubók 1860–
1900, bls. 333.
125 Ulf Högberg og Stig Wall, „Age and parity as determinants of maternal
mortality — impact of their shifting distribution among parturients in
Sweden from 1781–1980“, Bulletin of the World Health Organization 64:1 (1986),
bls. 85.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 112