Saga - 2018, Qupperneq 115
vont andrúmsloft í híbýlum manna, sem magnaðist þar sem margt
fólk kom saman, einnig komið sóttinni af stað.126 Hin eldgamla
miasma-kenning, þ.e. um vont andrúmsloft, sem kom fram strax í
fornöld, var enn við lýði hjá landlækni á nítjándu öld.127 En getur
verið að önnur smitsótt hafi orsakað það að barnsfarasótt braust út
í Ísafjarðarsýslu árið 1865? Að sögn Þorvalds héraðslæknis á barns-
farasóttin að hafa byrjað í Skálavík, sem er vestasta byggð í Norður-
Ísafjarðarsýslu. Árið 1860 bjuggu þar um 85 einstaklingar og bæirnir
voru sex. Þeir voru Breiðaból, Minni-Bakki, Meiri-Bakki, kropps -
staðir, Meira-Hraun og Minna-Hraun. Fæðingar voru fátíðar í Skála -
vík.128 Þrjú börn höfðu fæðst í Skálavík árið 1864 og ekkert barn
síðan í maí það ár. Mæðurnar höfðu allar lifað af fæðingarnar.129
Árið 1865 var óvenjulegt því sex konur áttu von á sér, af öllum bæj-
unum í Skálavík nema Meira-Hrauni, tvær í júní, tvær í júlí, ein í
ágúst og ein í september.130 Þær fjórar konur sem áttu von á sér í
Skálavík í júní og júlí 1865 dóu allar í sængurlegu (sjá töflu 3). Fyrsta
konan sem lifði af sængurlegu í Skálavík það ár var Sigríður Björns -
dóttir (1846–1937), húsfreyja á Minna-Hrauni. Hún fæddi drenginn
Björn 2. ágúst það ár. Sængurlega hennar gekk áfallalaust fyrir sig.
Hin konan var kristín Ólafsdóttir (1831‒1898), húsfreyja á kropps -
stöðum í Skálavík, sem fæddi tvíbura, tvö stúlkubörn, annað lifandi,
sem skírt var Elín, og hitt andvana, þann 26. september 1865. Sængur -
legan gekk áfallalaust hjá henni.131 Í byrjun október 1865 var sóttin
í rénun, eins og fólk gat lesið í Þjóðólfi.132 Engin haldbær skýr ing er
á því að barnsfarasóttinni linnti.
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 113
126 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 11.
127 Sjá um miasma-kenningu: Jón Ólafur Ísberg, Líf og lækningar, bls. 31.
128 Manntal á Íslandi 1845. Vesturamt (Reykjavík: Ættfræðifélagið 1983), bls. 294–
296. Allir bæir í Skálavík eru nú í eyði. Sjá: Halldór kristjánsson, „Snjóflóðið
í Skálavík 1910“, Heimdragi: Íslenzkur fróðleikur gamall og nýr III. bindi (Reykja -
vík: Iðunn 1967), bls. 150–151; Jón Þ. Þór, Saga Bolungarvíkur: Frá landnámi til
1920 I. bindi (Ísafirði: Sögufélag Ísfirðinga 2005), bls. 27–34; Ólína Þorvarðar -
dóttir, Við Djúpið blátt — Ísafjarðardjúp. Árbók Ferðafélags Íslands 2017. Ritstj.
Gísli Már Gíslason (Reykjavík: Ferðafélag Íslands 2017), bls. 126‒127.
129 ÞÍ. kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði/Ísafjörður BA 2. Prestsþjónustubók 1816–
1876, bls. 241–242.
130 Sama heimild, bls. 244–248.
131 Sama heimild, bls. 247‒248, 397.
132 Þjóðólfur 30. október 1865, bls. 192.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 113