Saga - 2018, Blaðsíða 117
Þorvaldur héraðslæknir reyndi að finna tengsl barnsfarasóttar-
innar við aðra sjúkdóma í fólki, eins og fram kom í bréfi hans til Jóns
landlæknis þann 20. ágúst 1865. Þar skýrði hann landlækni frá því
að barnsfarasótt hefði byrjað í Skálavík þar „sem typhus kom upp í
fyrra“.133 Hér sér hann tengsl á milli barnsfarasóttar og taugaveiki,
sem smitast af völdum bakteríunnar Salmonella enterica serotype
Typhi. Þá bakteríu þekktu læknar ekki á þessum tíma enda þekking
á bakteríum skammt á veg komin. Tveir einstaklingar létust af völd-
um taugaveikinnar í Skálavík í janúar 1864. Sá fyrri lést 19. janúar,
17 ára piltur, Hilaríus Pétursson á Meiri-Bakka, og þremur dögum
síðar lést Elísabet Guðmundsdóttir á sama bæ „líkl. af typhus, sem
margir þar á heimili veiktust af“ skráði Hálfdán Einarsson sóknar-
prestur í prestsþjónustubók sína.134 Smit af taugaveikibakteríunni á
sér stað þegar fólk borðar mengaðan mat eða drykk sem með höndl -
aður hefur verið af einstaklingi sem ber bakteríuna í sér. Einnig
getur fólk smitast af skólpmenguðu vatni, sem það drekkur, og
einnig af skelfisksáti.135 Engin tengsl eru á milli barnsfarasóttarinnar
og taugaveikinnar sem gekk í Skálavík 1864 en tengsl eru á milli
bólgusjúkdómsins sem olli handa- og fótameinum og Þorvaldur
lýsti í fyrra bréfi til landlæknis því það átti eftir að koma í ljós að
bakterían sem veldur barnsfarasótt veldur einnig heimakomu eða
því sem kallast erysipelas.136
Héraðslæknirinn í Ísafjarðarsýslu virðist ekki hafa skoðað tengsl
þess fólks sem kom að fæðingarhjálpinni hjá sængurkonum sem dóu.
Læknar kenndu ljósmæðrum um, þegar konur dóu af barnsfarasótt,
og var Þorvaldur héraðslæknir engin undantekning eins og fram
kemur í heilbrigðisskýrslu hans. Hann taldi helstu ástæðu þess hve
sóttin hafi orðið útbreidd og hættuleg vera skort á lærðum ljósmæðr -
um og svo skort á hreinlæti.137 Tíðkaðist það langt fram eftir tuttug-
ustu öld að kenna ljósmæðrum um þegar konur fengu hita eftir
fæðingu, eins og fram kom í heilbrigðisskýrslu árið 1948. Þar skráði
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 115
133 Jón Hjaltalín, Barnsfarasóttin (febris puerperalis) í öllum hennar tegundum, bls. 38.
134 ÞÍ. kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði/Ísafjörður BA 2. Prestsþjónustubók 1816–
1876, bls. 390–391.
135 Vef. Bjartur Sæmundsson, „Hvað er taugaveiki?“, Vísindavefurinn 21. febrúar
2014, https://www.visindavefur.is/svar.php?id=66356, 13. janúar 2017.
136 Irvine Loudon, Death in Childbirth, bls. 76–77.
137 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 115