Saga - 2018, Side 118
karl Georg Magnússon (1891‒1957), héraðslæknir kefla vík ur, að
barnsfarasótt mætti ekki heyrast nefnd þegar konur fengju hita eftir
fæðingar því þá færi læknirinn að saka ljósmæður um ódæði vegna
sóðaskapar því það „eimi eftir af einhverri gamalli ásök unarmerk -
ingu í þessu orði, og kemur það illa við taugar ljósmæðra.“138
Höfundur þessarar greinar tók að grennslast fyrir um hvaða fólk
sinnti fæðingarhjálp sængurkvennanna sem dóu í Ísafjarðarsýslum
árið 1865. Notast var við sömu aðferð og skoski læknirinn Alex -
ander Gordon beitti þegar barnsfarasótt geisaði meðal sængur-
kvenna í Aberdeen í desember árið 1789, eins og fjallað hefur verið
um hér að framan. Með því að skrá nöfn þeirra sem höfðu komið að
fæðingarhjálp kvennanna fann hann út hver hefði sinnt fæðandi
konu sem fékk barnsfarasótt. Hér á landi var hægt að nota prests -
þjónustubækur því prestar skráðu nöfn guðfeðgina barna. Oft var
ljósmóðir skráð sem guðmóðir barns og fyrir aftan nafn barnsins var
hún skráð ljósmóðir þess. Gerð var skrá með nöfnum allra guð -
feðgina þeirra barna sem misstu mæður sínar í sængurlegunni í
Ísafjarðarsýslu árið 1865. Ekki fundust tengingar við ákveðna ein-
staklinga, sem gátu borið smit í konurnar, nema í þremur tilvikum.
Í einu tilviki fannst að kristín Hafliðadóttir (1807‒1883) í Hörgshlíð
í Vatnsfjarðarsókn í Norður–Ísafjarðarsýslu, sem titluð var ljósmóðir
og guðmóðir tveggja barna, hafi komið að fæðingarhjálp og báðar
konurnar látist í sængurlegu.139 kristín var líklega smitberi sóttar-
innar. Annaðhvort hefur hún haft bakteríuna í fötum sínum, þegar
hún fór í fæðingarhjálpina, eða hún hefur haft bakteríuna á höndun-
um og hún borist þaðan í konurnar. Í einu tilfelli lést kona sem
lærða ljósmóðirin á Ísafirði, Guðrún Jónsdóttir Budenhoff (1816–
1892), hafði sinnt í fæðingarhjálpinni.140 Þá er líklegt að sjálfur
héraðs læknirinn, Þorvaldur Jónsson, hafi náð að smita tvær konur
af barnsfarasótt þegar hann þurfti að beita fæðingartöng, eftir því
sem kemur fram í skýrslu hans til heilbrigðisráðsins í kaupmanna -
höfn.141
erla dóris halldórsdóttir116
138 Heilbrigðisskýrslur 1948: Samdar af landlækni eftir skýrslum héraðslækna og öðrum
heimildum, bls. 26.
139 ÞÍ. kirknasafn. Vatnsfjörður BA 3. Prestsþjónustubók 1865‒1885, bls. 2‒3, 221.
140 ÞÍ. kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði/Ísafjörður BA 2. Prestsþjónustubók 1816‒
1876, bls. 246, 395.
141 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 116