Saga - 2018, Side 120
samhengi á milli bólgusjúkdómsins, sem hefur mjög líklega verið
heima koma, og barnsfarasóttarinnar.
Í alþjóðlegri rannsókn um mæðradauða í heiminum, eftir Irvine
Loudon lækni og sagnfræðing, kemur fram að sterk tengsl hafi verið
á milli barnsfarasóttar og erysipelas (heimakomu) og það staðfesti að
sama undirliggjandi baktería olli báðum sjúkdómunum á átjándu
og nítjándu öld. Báðar sýkingarnar voru áberandi, með hita, öðrum
sýnilegum einkennum og dauða.145 Læknar hér á landi virðast hafa
séð tengsl á milli þessara tveggja sýkinga því bæði Gísli Hjálmars -
son, héraðslæknir í Austfirðingafjórðungi, og Þorvaldur Jónsson,
héraðslæknir í norðurhéraði Vesturamtsins, sjá þessi tengsl án þess
að geta útskýrt þau nánar.
Þessi þáttur í barnsfarasóttarsögu Íslands, þ.e. tengsl á milli
barnsfarasóttar og heimakomu, hefur ekki verið rannsakaður nema
að takmörkuðu leyti eins og fram kemur í bók Vilmundar Jónssonar
læknis, Lækningar og saga. Þar greinir Vilmundur frá umfjöllun Gísla
Hjálmarssonar héraðslæknis, í heilbrigðisskýrslu hans, án þess að
fjalla nánar um tengsl á milli heimakomu og barnsfarasóttar.146 Sá
læknir sem gat útskýrt þau tengsl hér á landi var Ólafur Finsen
(1867–1958), héraðslæknir í Skipaskagahéraði. Árið 1918 fjallaði
hann í heilbrigðisskýrslu um konu sem lést í sængurlegu vegna
barnsfarasóttar sex dögum eftir eðlilega fæðingu. Í skýrslunni tekur
Ólafur fram að ljósmóðir, sem aðstoðaði konuna í fæðingunni, hafi
verið þrifin og engar líkur til að hún hafi smitað konuna af barns-
farasóttinni. Hann grunar þó að kona sem aðstoðaði sængurkonuna
fyrstu daga sængurlegunnar hafi hjúkrað „erysipelas-sjúkling“ nokkru
áður og borið sóttnæmi heimakomunnar í sængur kon una.147 Þessi
frásögn héraðslæknisins er fyrsta ótvíræða heimildin um hugsanleg
tengsl á milli barnsfarasóttar og heimakomu. Samband þarna á milli
kom einnig fram hjá Guðmundi T. Hallgrímssyni (1880‒1942),
héraðslækni á Siglufirði, árið 1922 og sá hann ástæðu til að skrifa
grein í Siglufjarðarblaðið Fram þar sem hann taldi nauðsynlegt að
brýna fyrir öllum barnshafandi konum og öllum skyldmennum
þeirra að forðast þau heimili þar sem heimakoma hefði stungið sér
niður og það fólk sem hefði komist í snertingu við hana. Sjö sjúk-
lingar höfðu leitað til hans með heimakomu og barnsfarasótt hafði
erla dóris halldórsdóttir118
145 Irvine Loudon, Death in Childbirth, bls. 70‒71.
146 Vilmundur Jónsson, Lækningar og saga I, bls. 520.
147 Heilbrigðisskýrslur 1911‒1920: Samið hefir eftir skýrslum héraðslækna, bls. 167.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 118