Saga - 2018, Page 124
Saga LVI:1 (2018), bls. 122–148
kristjana kristinsdóttir
Hreppstjórar og skjalasöfn þeirra
Um hreppsbækur og þróun stjórnsýslu frá átjándu
öld til upphafs tuttugustu og fyrstu aldar
Skjallegar heimildir sem myndast hafa við embættisfærslu hreppstjóra
varpa ljósi á líf fólksins í landinu á liðnum öldum. Í þessum skjölum
má lesa um hag bænda og búaliðs auk þess sem skýrt kemur fram hver
hagur fátækra var og meðferð niðursetninga. Skjölin lýsa einnig af -
komu sveitarinnar almennt frá ári til árs og geta gefið innsýn í híbýli
fólks og hverjar eigur einstakra manna voru. Skjölin um fátækrafram-
færslu og afkomu sveitarinnar ná til ársins 1875 en þá urðu hrepp -
stjórar nær eingöngu fulltrúar sýslumanna í héraði um leið og oddvitar
og sveitar stjórnir tóku að mestu við umsjón fátækraframfærslunnar og
sveitarreikningnum. Hreppstjórum bar þó að vinna með hreppsnefnd-
inni að ýmsum málum sem undir hana heyrðu.
Hreppstjórar hafa verið hluti af sögu landsins um aldir. Þeir voru
mikilvægur hlekkur milli æðstu valdhafa og almennings. Elsta
heim ild um tilvist þeirra er tíundarlögin frá 1096, sem eru elstu
varðveittu lög á Íslandi um héraðsstjórnarmál. Verkefni hreppstjóra
voru fátækraframfærsla og sameiginleg hagsmunamál innan hrepps -
ins, eins og sauðfjársmölun, réttir og fleira, og voru hreppstjórar þrír
til fimm í hverjum hreppi.1 Hreppstjórar sinntu sveitar stjórnar mál -
um lengst af og voru valdir af bændum en frá 1809 komst héraðs-
stjórn í hendur ríkisins og upp frá því voru hreppstjórar skipaðir
formlega og urðu opinberir starfsmenn. Á sama tíma voru þeir jafn-
framt fulltrúar sýslumanna og hélst svo til 1875, en eftir það voru
þeir fulltrúar sýslumanns í héraði og sveitarstjórn fluttist að mestu
1 Einar Laxness, Íslandssaga I‒III (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1995), hér I. bindi, bls.
208. Ýmsir hafa skrifað um upphaf hreppanna og þróun þeirra, sjá: Lýður
Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi I‒II (Reykjavík: Almenna bókafélagið
1972‒1979), hér I. bindi, bls. 9–32. Þar er einnig vísað til skoðana ýmissa annarra
fræðimanna á uppruna hreppanna og þróun þeirra, sem hér er nefnt til fróð leiks
en er þó ekki umfjöllunarefni þessarar greinar.
kristjana kristinsdóttir, kristjana@skjalasafn.is
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 122