Saga - 2018, Page 125
til hreppsnefnda þó hreppstjórum bæri að vinna með hrepps nefnd -
inni að ýmsum málum þegar þannig stóð á.
Viðfangsefni þessarar greinar er saga hreppstjóraembættisins frá
átjándu öld og til upphafs tuttugustu og fyrstu aldar, með áherslu á
myndun og þróun skjalasafns hreppstjóra en slíkt hefur ekki verið
gert áður. Hér verður fyrst og fremst fjallað um tilurð heimildanna
og leitað svara við spurningum um hvaða emb ættis bækur og skjöl
urðu til vegna verkefna þeirra, hvenær skjala haldið hófst, hvert til-
efni skjalagerðarinnar var og hvert innihald skjalanna er. Jafnframt
verður leitast við að varpa ljósi á hver tengslin voru milli aukins
skjalahalds hreppstjóra og lagasetningar um hrepp stjóra embættið,
allt frá átjándu öld, og nýta þannig vöxt skjala safns þeirra til að
greina þróun stjórnsýslunnar á héraðsstigi.
Embættisskyldur hreppstjóra
Samkvæmt Jónsbók frá 1281 voru það einkum málefni fátækra sem
hreppstjórar áttu að annast og hélst svo allt fram á nítjándu öld eins
og skýrslugerð þeirra er glöggt vitni um. Hér verður ekki fjallað
nánar um efnið á annan hátt en þann sem fram kemur í hreppsbók-
unum, enda hafa ýmsir gert það áður.2
Samkvæmt tíundarlögunum og síðar framfærslubálki Jónsbókar
(XII. kafla) var hreppstjórum heimilt að halda þing árlega þar sem
bændur voru skyldugir að telja fram til tíundar.3 Hreppsfundir voru
haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti, og tíðkaðist það fyrir komu -
lag um margar aldir. Vorfundirnir nefndust manntalsþing sam-
kvæmt Jónsbók, sem lögtekin var árið 1281, og áttu rætur sínar í
ákvæði í Járnsíðu, lögbók sem Magnús lagabætir Noregskonungur
lét semja handa Íslendingum og var lögtekin á árunum 1271–1273.
Á mann talsþingum tíunduðu bændur fé sitt og gáfu skýrslur um
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 123
2 Um fátækraframfærslu hefur nokkuð verið skrifað og hefur Már Jónsson listað
upp margar þeirra greina og bóka; Már Jónsson, ,,Elsta hreppsbók á Íslandi:
Reykholtsdalur 1643–1785“, Borgfirðingabók 8 (2007), bls. 62; Sjá einnig: Lbs.-Hbs.
(Lands bóka safn – Háskólabókasafn), Hildur Biering, Hann ól upp dóttur mína
en ég son hans. Fósturbörn á 17. og 18. öld. M.A.-ritgerð í sagnfræði við Há skóla
Íslands 2016.
3 Lovsamling for Island I–XXI. Ritstj. Oddgeir Stephensen, Jón Sigurðsson, Hilmar
Stephensen og Ólafur Halldórsson (kaupmannahöfn: Höst 1853–1889), hér I.
bindi, bls. 2.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 123