Saga - 2018, Page 126
búfjáreign. Sýslumenn létu dæma í málum innan hrepps, innheimtu
skatt og tíund, birtu konungsbréf, lásu upp kaup- og gjafabréf og
samninga. Þar voru hreppstjórar einnig valdir. Á hreppsfundum að
hausti var fátækratíund jafnað niður á íbúa hreppsins eftir framtöl-
um, lögð á útsvör og gerð áætlun um framfærsluna næsta ár.4 Þetta
fyrirkomu lag hreppsfunda og verkaskipan var staðfest með opnu
bréfi 21. apríl 1847.5 Þessa er getið í lögum um lausafjártíund nr.
6/1878 12. júlí, 4. grein, þar sem segir að menn skuli halda með sér
tvö hreppa skila þing ár hvert, hið fyrra á vorin, 12.–24. júní, og hið
síðara á haustin, á tímabilinu 1.–20. október. Var hverjum búandi
manni skylt að mæta á það hreppaskilaþing sem hann átti sókn að
til þess að telja fram lausafé sitt, hjúa sinna og annarra sem á hans
vegum voru, ef þeir mættu ekki sjálfir. Það varðaði sektum ef menn
mættu ekki.6 Manntalsþing voru aflögð með lögum 1981 ef sýslu -
maður taldi þarf laust að halda þingið.7 Þessir fundir voru undir -
staða þeirra upplýsinga sem fram koma í hreppsbókum sem getið
verður. Af því sem að framan segir má draga þá ályktun að í ald -
anna rás hafi ekki orðið miklar breytingar á þeim verkefnum sem
tekin voru fyrir á þessum fundum.
Elsta varðveitta skrá um embættisskyldur hreppstjóra byggist á
eldra skjali, skráðu um 1573 af Þórði Guðmundssyni lögmanni
1570–1606. Skráin var skrifuð árið 1641 af Þórði Hinrikssyni sýslu-
manni handa Pros Mund lénsmanni (1633–1645). Skráin hafði ekki
lagagildi heldur lýsti því hver verkefni hreppstjóra voru eða skyldu
vera. Verkefni hreppstjóra fólust samkvæmt skránni einna helst í því
að vera valdsmönnum innanhandar við ýmis embættisverk og hélst
svo út allt tímabilið. Í skránni kemur fram að þeir áttu að annast
inn heimtu gjalda og sekta og þegar þurfti að handsama brotamenn
áttu þeir að vera sýslumönnum innan handar. Þeir áttu einnig að
leggja prestum lið við ýmsar athafnir sem og við gjaldheimtu kirkj -
unnar og eftirlit með því að hreppsbúar höguðu sér kristilega og
sam kvæmt reglum kirkjunnar. Verkefni þeirra fólu einnig í sér, sam -
kvæmt skránni, margskonar eftirlit og fyrirmæli um hin ýmsu og
kristjana kristinsdóttir124
4 Sjá um manntalsþing: Einar Laxness, Íslandssaga II, bls. 150.
5 Lovsamling for Island XIII, bls. 674–675.
6 Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1878 A, bls. 58–63. (lög nr. 6/1878).
7 Ólafur Arnar Sveinsson, Leiðarvísir dóma- og þingbóka í skjalasöfnum sýslumanna í
Þjóðskjalasafni Íslands. Rit Þjóðskjalasafns Íslands. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir
(Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands 2011), bls. 52.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 124