Saga - 2018, Blaðsíða 127
ólíku mál sem snertu ýmist einstaklingana, heimilin eða alla hrepps -
búa. Má þar nefna óhæfilegan klæðaburð, notkun eldiviðar, dýra -
veiðar, húsvirðingar, ónytsamlegt skógarhögg, eftirlit með því hvort
mönnum voru jarðir rétt byggðar, sáttaumleitanir milli manna og
kirkjugarða og kirkjusókn. Einnig skyldu þeir fylgjast með flakki og
málum fátækra eins og þegar er komið fram.8 Skýrari heimildir um
störf hreppstjóra og þróun þeirra frá Jónsbókarákvæðunum er ekki
að finna annars staðar en í framansögðum skoðunum Þórðar Guð -
mundssonar lögmanns frá sextándu öld. Ekki er vitað hvers vegna
Þórður Guðmundsson skrifaði skrána upphaflega en hún hefur
væntanlega verið til hagræðis við störf hans.9
Þróunin varð sú frá því á fimmtándu eða sextándu öld að sýslu -
menn fóru að annast eftirlit með hreppstjórum eftir því sem hrepp -
stjórar fengu fleiri stjórnsýsluverkefni á þeirra vegum, t.d. fram -
kvæmd laga, verslunarmál, löggæslu og fleira. Til eru margar sam -
þykktir frá sautjándu og átjándu öld (þær verða ekki tíundaðar hér
enda utan við efni greinarinnar) sem gera ráð fyrir íhlutun sýslu-
manna um sveitarstjórnarmál. Hert er á þeim með fyrirmælum í 6.
grein konungsbréfs frá 11. apríl 1781, þar sem hreppstjórum er boðið
að fara eftir skipunum og ráðstöfunum sýslumanna um fá tækra -
framfærslu eins og síðar var tekið upp í hreppstjórainstrúxinu árið
1809.10 Úrskurðarvald í sveitarmálum var hjá sýslumanni sam -
kvæmt konungsbréfinu frá 1781.11 Fátækramál voru á vegum hrepp -
anna, eins og áður kom fram, en um miðja átjándu öld varð sú
breyt ing á að farið var að veita prestum rétt til íhlutunar um stjórn
fá tækra mála samkvæmt tilskipun um húsvitjanir frá 27. maí 1746. Í
19. grein hennar segir að prestar skuli hafa umsjón með fátækra -
stjórn í umdæmum sínum og er næsta víst að það hefur haft áhrif á
sjálfstæði hreppstjóra til að sinna þeim störfum.12
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 125
8 Alþingisbækur Íslands I–XVII (Reykjavík: Sögufélag 1912–1990), hér I. bindi, bls.
198–200; Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar I, bls. 60.
9 Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar I, bls. 61.
10 Helga Jóna Eiríksdóttir, Embættisfærslur sýslumanna á 19. öld. Skjalfræðileg rann-
sókn á embættisfærslum sýslumanna Ísafjarðarsýslu, Rangárvallasýslu og Snæfells -
nessýslu. Rit Þjóðskjalasafns Íslands. Ritstj. kristjana kristinsdóttir (Reykjavík:
Þjóðskjalasafn Íslands 2015), bls. 10.
11 Þórður Eyjólfsson, Alþingi og héraðsstjórn (Reykjavík: Alþingissögunefnd 1956),
bls. 20–21.
12 Sama heimild, bls. 19; Lovsamling for Island II, bls. 566–578. Sjá um aðkomu
kirkjunnar að fátækramálum: Vilborg Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 125