Saga - 2018, Side 128
Hreppstjórar unnu mikilvægt starf við gerð manntalsins 1703.
Samkvæmt skipun konungs áttu sýslumenn ásamt prestum að ann-
ast gerð manntalsins, en Árni Magnússon og Páll Vídalín viku frá
því í erindisbréfi sínu til sýslumanna og fólu hreppstjórum að
aðstoða sýslumenn við töku manntalsins í sínum hreppum, auk
kvikfjártalsins og jarðabókanna 1703–1714.13 Þessa breytingu má
e.t.v. rekja til þess að hreppstjórar voru orðnir undirmenn sýslu -
manna og hreppurinn, frekar en sóknin, var grunneining í stjórn -
sýslu landsins. Verkefni sýslumanna, með aðstoð hreppstjóra, var
samkvæmt fyrirmælum Árna og Páls að gera fullkomið registur yfir
alla íbúa landsins:
Eiga í því registri að uppteiknast, bæ frá bæ, bóndi og húsfreyja, börn
og annað heimilisfólk, með sérhvers nafni, föðurnafni og aldri; item
hjáleigu-, húss- og búðarmenn, þar þeir eru, með þeirra konum, börn -
um og heimilisfólki, sérhver með nafni, föðurnafni og aldri, og hjá
hverri einni manns- og kvenpersónu skilmerkilega að specificerast,
hvað sá eða sú fyrir sig leggur, hvört heldur er búskapur, húsmenska,
lausamenska, vinnumenska eða annar ærlegur lífernisháttur.14
Varðveitt eru frumeintök skýrslna sem hreppstjórar tóku saman frá
74 hreppum og eru flestar úr sýslum á suðvesturhorni landsins frá
árunum 1702–1703.15
Gagnrýni Levetzows stiftamtmanns
á hreppstjóra árið 1779
Árið 1779 ákvað konungur að senda kammerjunker Hans k.D.V. v.
Levetzow til Íslands til þess að afla upplýsinga um landið og
kristjana kristinsdóttir126
Um fátækraframfærslu á síðmiðöldum og hrun hennar“, Saga XLI:2 (2003), bls.
91–126.
13 Björk Ingimundardóttir og Eiríkur G. Guðmundsson, „Manntalið 1703 —
skuggsjá samfélags“. Manntalið 1703 þrjú hundruð ára. Ritstj. Ólöf Garðarsdóttir
og Eiríkur G. Guðmundsson (Reykjavík: Hagstofa Íslands og Þjóðskjalasafn
Íslands 2005), bls. 57–58.
14 Manntal á Íslandi 1703 (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1924–1947), bls. xvii; Björk
Ingimundardóttir og Eiríkur G. Guðmundsson, „Manntalið 1703 — skuggsjá
samfélags“, bls. 58.
15 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Rentukammer (Rtk.) II.1–2. Manntalið 1703; Björk
Ingimundardóttir og Eiríkur G. Guðmundsson, „Manntalið 1703 — skuggsjá
samfélags“, bls. 62.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 126