Saga - 2018, Qupperneq 129
ástandið þar og gera úttekt á högum Íslendinga. Ferðin skyldi taka
eitt og hálft ár.16 Levetzow ferðaðist um Ísland og skrifaði skýrslur
um ýmis málefni. Þar minnist hann meðal annars á hreppstjóra og
ber þeim ekki vel söguna. Hann bendir á að á Íslandi sé fátt um lög-
reglu og engin lögreglusamþykkt eða landsagatilskipun í gildi þótt
mikil þörf sé á. Slík samþykkt eigi að taka á gagnkvæmum skyldum
foreldra og barna og einnig húsbænda og hjúa. Þau síðar nefndu séu
svo einráð, ótraust og óforskömmuð að slíkt eigi sér ekki fordæmi í
nokkru öðru landi og sé það Íslandi ekki til gagns.17 Lögreglu til -
skipun fyrir Ísland var samin í tengslum við störf Lands nefndar -
innar fyrri 1770–1771. Hún var þó aldrei tekin í notkun og gilti
aldrei hér á landi.18 Levetzow heldur því einnig fram að hrepp -
stjórar eða ,,politie betientene“, eins og hann nefnir hreppstjórana,
misnoti auk þess vald sitt og hafi það síðan ýmis áhrif á almennt líf
fólks, t.d. hvað snertir hag fátækra. Þeir eigi að sjá um fátækramálin
í sinni sveit, samkvæmt lögum landsins, útdeila tíund réttlátlega og
sjá til þess að betl viðgangist ekki. Í sumum sveitum skipti prestur -
inn sér af greiðslu fátækratíundar og skiptingu hennar, enda væri
það í samræmi við tilskipun um húsvitjanir sem þá var í gildi og
nefnd var hér að ofan, en víðast hvar séu það hreppstjórarnir einir
sem sinni því og geri það algerlega eftir eigin höfði og alls ekki í
réttum hlutföllum. Tilgreinir hann í þessu sambandi að niður setn -
ingar séu oft margir hjá þeim sem ríkari eru ef þeir séu ekki vinir
hreppstjórans. Þeir reyni því að þykjast fátækari en þeir séu í raun.
Þetta dragi úr almennri velmegun sveitarinnar og einstakra bænda,
sem þar með sinni ekki jarðabótum. Til að losna við fátæklinga, sem
ættu að fá hlut af tíundinni, skrifi menn vottorð um neyð þeirra og
sendi þá út um land til að betla. Það sé lífsmáti sem margir ungir og
hraustir menn vilji síðan ekki hverfa frá svo landið sé yfirfullt af
flökkurum. Hreppstjórar komi jafnframt oft í veg fyrir að bændur
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 127
16 Lovsamling for Island IV, bls. 484–485.
17 Danska ríkisskjalasafnið (DRA) Rtk. 373.138. Indberetninger om rejser i Island,
1779, 1832–33, Om Justice og Politie væsenet. Þetta kemur Levetzow svona fyrir
sjónir þótt í gildi hafi verið Húsagatilskipun frá 1746. Sjá: Lovsamling for Island
II, bls. 605–620.
18 Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
(Reykjavík: Sögufélag 2017), bls. 171–174. Sjá einnig Hdr. Helga Hlín Bjarna -
dóttir, Húsagi og landsagi á 18. öld. Landsagatilskipun Þorkels Fjeldsted frá
1771. Óprentuð ritgerð sem mun væntanlega birtast í 5. bindi útgáfu skjala
Landsnefndarinnar fyrri, 1770–1771, árið 2019.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 127