Saga - 2018, Page 130
geti ráðið til sín hæfa vinnumenn úr öðrum sveitum og þröngvi í
stað þeirra inn á bændur lötum og frekum innansveitarómögum
sem séu til lítils gagns. Þetta geri hreppstjórar undir því yfirskyni að
þeir hafi hag sveitarinnar að leiðarljósi.19 Levetzow nefnir fleiri
dæmi þar sem hann gagnrýnir hreppstjóra, m.a. fyrir að færa ekki
tíund til bókar, eða eins og hann orðar það „… og þeir sem eiga nú
að hafa eftirlit með þessu, það er hreppstjórarnir, þyrftu raunar
sjálfir að vera undir eftirliti, þeir taka við og útdeila tíund og ölmusu
fátæk ling anna að eigin geðþótta og án þess að gera nokkrum manni
grein fyrir neinu …“20 Orð hans um að hreppstjórar færi ekki tíund
til bókar eru athyglisverð því eftir því sem best er vitað voru engar
slíkar skyldur um embættisfærslu lagðar á hreppstjóra lögum sam-
kvæmt á þessum tíma, en Levetzow átti eftir að beita sér fyrir að það
yrði gert.
Hreppsbækur
Færsla hreppsbóka var fyrst fyrirskipuð af Levetzow 26. desember
1785. Hann var þá orðinn stiftamtmaður og var skjalið lesið upp á
Alþingi árið 1786.21 Hannes Finnsson Skálholtsbiskup lagði einnig
til að hreppsbækur yrðu færðar og nefndi það í bréfi til Levetzows
7. nóvember 1785.22 Hugmyndin hefur því greinilega legið í loftinu
en frá 1746 áttu prestar að hafa umsjón með fátækrastjórn í um -
dæmum sínum, eins og áður segir, þó það hafi ekki alltaf gengið
eftir. Þann 21. apríl 1786 fór Levetzow, með samþykki Hannesar
biskups, þess á leit við kansellíið að framvegis skyldi haldin gerða -
bók (hreppsbók) í hverjum hreppi. Þetta er áréttað í kansellíbréfi frá
11. júlí 1789, þar sem hreppstjórum er gert að halda gerðabók. Í hana
skyldi færa nöfn þurfalinga, aðstæður þeirra og hvar og á hvern hátt
þeir voru færðir fram af hreppnum. Þá skyldu og tekjur fátækra -
kristjana kristinsdóttir128
19 DRA. Rtk. 373.138. Indberetninger om rejser i Island, Nota Politie væsenet
vedkommende.
20 DRA. Rtk. 373.138. Indberetninger om rejser i Island, Om Justice og Politie
væsenet vedkommende. „… og de som nu skal have opsigt med samme,
nevnlig repstiorene behövede ret selv at blive controlleret, de oppebær og
udeeler de fattiges tiende og almisse effter eget gottykke og uden at giöre
regenskab hverken for det ene eller andet til noge…“.
21 Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 295–296.
22 ÞÍ. Biskupsskjalasafn (Bps.) A. IV, 26 Bréfabók Hannesar Finnssonar 1785–1787,
bls. 312–313.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 128