Saga - 2018, Page 132
Borgarfirði hefst árið 1643 og nær fram til 1785. Varðveittar eru bæk-
ur úr sjö öðrum hreppum, sem eru eldri en frá árinu 1786, þ.e. frá
Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu (1684–1786), Svínavatnshreppi í
Húna vatnssýslu (1737–1793), Helgastaðahreppi í Þingeyjarsýslu
(1740–1767), Rosmhvalaneshreppi í Gullbringusýslu (1772–1778),
Leirárhreppi í Borgarfjarðarsýslu (1774–1813), Skefilsstaðahreppi í
Skagafjarðarsýslu (1775–1885) og Strandarhreppi í Borgarfjarðar -
sýslu (1782–1823).28
Þessi fjöldi bóka sýnir að færsla hreppsbóka hafi verið hafin
a.m.k. 140 árum áður en tilskipun um skyldu hreppstjóra að halda
gerðabækur kom til árið 1786. Draga má þá ályktun að hrepp -
stjórum hafi þótt hjálplegt og skynsamlegt að færa verk sín til bókar
þó ekki væri nema sjálfum sér til minnis, en engar heimildir liggja
þó þar að baki. Eins gæti verið að þrýst hafi verið á þá af öðrum
hreppsbúum að skrá skilmerkilega og halda til bókar tekjum og
gjöldum fátækra framfærslunnar. Frá árunum 1786–1798 eru varð -
veittar 55 bækur sem skiptast þannig milli landshluta að 13 eru af
Vesturlandi, 22 af Norðurlandi, níu af Austurlandi og 11 af Suður -
landi.29 Eftir 1809 eru þær nær allar varðveittar.30
Már Jónsson segir um elstu hreppsbókina að hún sé í sérflokki
sem langelsta hreppsbók á Íslandi og hefjast færslur hennar árið
1643. Hann vísar til þess að bókin sé allnokkru eldri en elstu varð -
veittu embættisbækur presta, en kirkju- og kaupmálabók Reykholts -
staðar hefst 1664 og héraðsbók prófastsins hefst 1663.
Már lýsir bókinni og segir að fyrstu þrjá áratugina sé yfirlit á
einni síðu fyrir hvert ár, sem fjalli um tíundargjörð bænda, en eftir
það teygist úr færslum yfir fleiri síður. Árið 1691 er farið að gera sér-
staka skrá yfir ómaga og hvað til þeirra var lagt. Menn komu saman
á Marteinsmessu 11. nóvember og var markmið fundarins að skipta
tíund milli ómaga og þurfamanna sveitarinnar. Síðan segir: ,,Ár
kristjana kristinsdóttir130
28 Már Jónsson, „Elsta hreppsbók á Íslandi“, bls. 63. Sjá einnig: Hdr. Ingibjörg
Ólafsdóttir, Skrá yfir hreppsgögn á 19. öld sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni
og héraðsskjalasöfnum. Einstaklingsverkefni við sagnfræði- og fornleifa fræði -
skor Háskóla Íslands 2004. Handrit á Þjóðskjalasafni Íslands.
29 Ingibjörg Ólafsdóttir, Skrá yfir hreppsgögn á 19. öld. Talið út úr skránni.
30 Skjölin eru varðveitt á héraðsskjalasöfnum og Þjóðskjalasafni Íslands þar sem
héraðsskjalasafn er ekki á svæðinu. Héraðsskjalasöfn starfa ekki á Reykjanesi,
Snæfellsnesi, sunnan- og austanverðum Vestfjörðum, Hafnarfirði, Garðabæ og
kjósarhreppi.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 130