Saga - 2018, Page 134
hvert eru taldir upp allir bæirnir og tilgreind fornöfn ábúenda og
stundum föðurnafn, upphæð eignar og greiðsla, en síðan hversu
mikið sé þegar greitt og hvaða ómagi hafi fengið hversu mikið.
Lausamenn í hreppnum eru taldir sérstaklega í lokin.“31
Már bendir jafnframt á að inn í bókina var skrifað ýmislegt sem
hreppstjórum þótti ástæða til að halda til haga, eins og ýmis bréf,
markaskrá og fróðleikur um búskap hreppsmanna.32
Leiðbeiningar og fyrirmæli
um störf hreppstjóra á átjándu öld
Árið 1792 birtist grein um hreppstjóraembættið eftir Björn Tómas -
son, sýslumann í Þingeyjarsýslu (1786–1796), í Riti þess (konunglega)
íslenzka Lærdómslistafélags. Textinn í greininni hafði ekki lagastoð en
var hugsaður sem leiðbeiningar fyrir hreppstjóra sem Birni þótti
þörf á. Fram kemur að menn hafi víða verið afar tregir til að taka að
sér hreppstjóraembættið, enda var það ábyrgðarmikið en kauplaust.
Björn segir í inngangi að nokkrir hreppstjórar í Þingeyjarsýslu, sér-
staklega þeir sem nefndir voru á síðustu vorþingum, hafi krafist
þess af honum að gefa sér skriflegar leiðbeiningar um hvernig þeir
ættu að hegða sér í embætti, ellegar tækju þeir það ekki að sér.
Björn skiptir leiðbeiningunum í þrennt. Fyrsti kafli fjallar um
kosningu hreppstjóra, annar kafli um embættisverk þeirra og sá
þriðji um „verðugleika“ þeirra og laun. Um kosningu hreppstjóra
segir Björn, eftir að hafa vísað til viðeigandi lagagreina, að af lögun -
um sjáist að löggjafanum hafi verið umhugað um að til hreppstjóra
veldust góðir, skynugir og framkvæmdasamir menn. Sé nú svo
komið að það verði að skipa menn í embættið því enginn hafi leng -
ur vilja til þess eða óski eftir því. Er erfitt að þvinga menn á móti vilja
sínum að erfiða og bera kostnað kauplaust, segir hann. Björn segir
hreppstjóra eiga að hafa stjórn og forsjá fyrir því sem varðar hrepp -
inn, þ.e. framfylgja því sem sveitinni er gagnlegt en afstýra því sem
henni er skaðlegt. Hann tiltekur að elsta og jafnframt eiginlegasta
hlutverk hreppstjóraembættisins sé að annast um fátæklinga hrepps -
kristjana kristinsdóttir132
31 Már Jónsson, „Elsta hreppsbók á Íslandi“, bls. 66. Bókin er varðveitt í Héraðs -
skjalasafni Borgarfjarðar og hefur safnmarkið Reykholtsdalshreppur 2. Hrepps-
bók 1643–1785.
32 Sama heimild, bls. 71.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 132