Saga - 2018, Qupperneq 135
ins og þeirra uppeldi. Hreppstjórar eigi jafnframt að halda hrepp-
stjórnarþing eða tíundarskiptafund á hverju hausti. Sé það ein helsta
skylda hreppstjóranna að ganga ítarlega eftir að hver maður tíundi
fé sitt eftir „þarum gefnu konunglegu lögmáli“.33 Skyldu hrepp -
stjórar upp frá þessu, þ.e. frá árinu 1792, færa í gerðabókina eftir
þeirri forskrift sem amtmaður hafði sent út í allar sýslur amtsins.
Í leiðbeiningum Björns sýslumanns segir svo að ein embættis -
skylda hreppstjóra sé að sjá um uppeldi barna og unglinga, svo sem
að þeim verði kennt að lesa. Þeim beri einnig að hafa tilsjón með
vinnu fólki, vistarráði þess og framferði.34 Óhlýðin hjú eigi að klaga
fyrir hreppstjóra og refsa maklega og beri hreppstjóra að viðhalda
reglulegri siðsamri hegðun og framferði í sveitinni. Ýmis mál önnur
varða einnig embætti hreppstjóra, svo sem fiskveiðar og refaveiðar.
Hreppstjórum er einnig, samkvæmt leiðbeiningum Björns, skipað
að framfylgja þeim „allranáðugustu boðnu tilskipunum um lands -
ins nytsemdir sem er túngarðahleðslan“,35 þ.e. að garðar séu hlaðnir
og þeim viðhaldið í kringum tún bændabýla, á hæð og þykkt sam -
kvæmt lögum. Þeir eiga auk þess að fylgjast með því að fjárhús
bænda séu nógu há og rúmgóð og að meðferð á skepnum sé góð.
Þeim ber að sjá til þess að götuslóðar milli bæja séu hreinsaðir og
varðar það sektum ef slíkt er ekki gert. Einnig skulu hreppstjórar sjá
til þess að vörður séu hlaðnar á hálsum og heiðum. Ennfremur eiga
þeir að hvetja almúgann til ræktunar og neyslu grænmetis. Að lok-
um segir að hreppstjórum beri að fylgjast með búskaparháttum og
bjargræði hreppsmanna, einkum fátækra. Þar sem heyið er bjarg ráð
bænda eiga hreppstjórar að leggja áherslu á að heyjað sé og að þrif-
lega sé farið með heyið. Þeir eiga að sjá um framkvæmd kaup skapar
fátækra á verslunarstöðum og banna alla brennivínsdrykkju, en
tóbaks notkun er heimil til endurnæringar. Þetta hefur verið viðhorf
embættismanna á þessum tíma þó það stæði ekki í lögum.36
Með rentukammerbréfi frá 7. ágúst 1787 til amtmanna, en hver
var upphafsmaður er óvíst, er hreppstjórum gert að senda sýslu -
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 133
33 Björn Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, Rit þess konúngliga
Islenzka Lærdóms-lista Félags 13 (1792), bls. 143.
34 Sjá í þessu samhengi ákvæði Húsagatilskipunar frá 1746 þar sem drepið er á
þessar skyldur hreppstjóra og þær þar með lögfestar. Lovsamling for Island II,
bls. 605–620. Sjá einkum gr. 4, 11, 14, 20, 25, 32, 33, 34, 35.
35 Björn Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, bls. 162–163.
36 Björn Tómasson, ,,Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, bls. 133–177.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 133