Saga - 2018, Qupperneq 136
mönnum árlega skýrslu sem sýni íbúafjölda og hag þess hrepps sem
þeir veittu forstöðu, þ.e. að útbúa búnaðarskýrslu.37 Prestum var
með kansellíbréfi til biskupa frá 25. nóvember 1797 boðið að aðstoða
hreppstjóra við gerð þessara skýrslna.38 Þær nefnast búnaðar skýrsl -
ur og byggjast á tíundarframtali bænda auk frekari upplýsinga svo
sem um bátaeign og garðrækt. Breytilegt er hvort skýrslurnar voru
færðar í áðurnefndar hreppsbækur fyrir 1875 en eftir það eru bún -
aðarskýrslur færðar í svonefndar hreppaskilabækur. Búnaðar skýrsl -
ur er einnig að finna í skjalasöfnum sýslumanna og í skjalasöfnum
amtmanna og rentukammers. Um búnaðarskýrslur segir Björn
Tómas son sýslumaður:
Með því hreppstjórunum er fyrirsett, að innskrifa í bústjórnartöflurnar
á haustin sérhvers bæjar fjártölu, ásamt mörgu öðru (Amtm. Circul. frá
15. jan. 1787. kamm. circul. frá 7. ág. 1787); svo mega þeir í því efni ekki
láta sér nægja hvers eins tóma sögusögn þarum, heldur sjálfir telja
fénaðinn; því reynt er, að nokkrir hafa sagt rangt til, og orðið svo fyrir
útlátum, og kynnu fleiri máske að gjöra hið sama. Svo lítið gjörir
almúgi úr þessum töflum, sem þó eru, og kunna eftirleiðis verða, að
miklum notum í fleiru enn einu tilliti; svo sem til dæmis: af þeim kann
best að sjást, hversu mikill peningur nú kann fóðrast á hverri jörðu,
þegar tala hans er samanlögð og sundurdeild, fyrir mörg ár, eftir töfl-
unum.39
Myndugleiki hreppstjóraembættisins skipti máli og segir Björn af
því tilefni að hreppstjórar eigi að hafa meiri virðingu og álit en aðrir
bændur: „Þeir kallast í lögum sýslumanna pólití-þénarar, og líka
þeirra meðhjálparar og sýslumenn skyldugir að aðstoða þá með ráð
og dáð í þeirra embættis-verkum. Þeir nefnast og sókna-fógetar og
sveita-forstandarar.“40 Björn bendir á að konungur kalli hrepps -
þingið „hreppstjóranna-rétt“ og vísar þar til fyrirmæla konungs frá
17. júlí 1782, rúmum áratug fyrr, þar sem fjallað er um tekjur presta
og kirkna og tíund almennt.41 Á hann hér við manntalsþingið þar
sem menn töldu fram til tíundar. Björn telur jafnframt upp ýmsar
heimildir hreppstjóra til að dæma menn í gapastokkinn eða til
kristjana kristinsdóttir134
37 Lovsamling for Island V, bls. 483–484.
38 Lovsamling for Island VI, bls. 310.
39 Björn Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, bls. 170–171.
40 Sama heimild, bls. 178.
41 Lovsamling for Island IV, bls. 665; Björn Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið
á Íslandi“, bls. 178.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 134