Saga - 2018, Page 137
greiðslu sektar, sem hreppstjórar fá þá hluta af eftir eðli brota, og
vísar þar til tilskipunar um húsaga á Íslandi frá 3. júní 1746.42 Að
lokum segir hann:
Framfærðar laganna skipanir sýna, að hreppstjórar hafa mörg, víð -
dreifð, og vandasöm erindi að stunda og að embætti þeirra er mikil -
vægt. Og ef þeir bæri allir skynsemi, vilja, framkvæmd og efni, til að
fullnægja því, þá mundi langtum betur og reglulegar fara fram í sveit -
unum, og meira áorkast í almennings útréttingum, en jafnaðarlega
skeður; fyrir því að sýslumaður fær ómögulega náð til að skipa öllu í
stórri sýslu til hlítar, án duglegs fylgis hreppstjóranna; hvörjir oftast
bera fyrir sig, að þeir séu fátækir, og fái engin embættislaun, sem satt
er; því þeir hafa hér í sýslu tíðast látið fátækum eftir hluta sinn af þeim
fáu tilföllnu fjárútlátum. … Að annars góðir og duglegir hreppstjórar
njóta eigi frekari ómakslauna, en þeim eru ákvörðuð, hefir mér jafnan
þótt sárt að vita; og það, sem menn fyllilega hafa vænt og vona, að kon-
ungleg hátign muni allranáðugast ráða bót þará, undandregst svo
lengi. En því minna kaupgjald sem menn hafa við starf sitt, þess betri
tilhugsan er, að hafa svo erfiðað, að fást kunni trúlyndra þjóna verð -
laun að síðustunni.43
Hér ítrekar Björn mikilvægi hreppstjóraembættisins. Þeir séu sýslu -
mönnum til aðstoðar hver í sínum hreppi. Afar mikilvægt er, að
hans mati, að séð verði til þess að góðir og duglegir hreppstjórar fái
laun fyrir sitt erfiði.
Erindisbréf um hreppstjóra frá 1809
og ýmis fyrirmæli önnur
Erindisbréf um störf hreppstjóra, eða „hreppstjórainstrúx“, var gefið
út 24. nóvember 1809, samkvæmt konungsúrskurði frá 21. júlí 1808.
Talið er að fyrirmælin eða erindisbréfið hafi verið samið af Magnúsi
Stephensen dómstjóra. Áður, eða þann 31. maí 1808, hafði Magnús
lagt fram tillögur til konungs í 17 liðum um ýmislegt sem betur
mætti fara á Íslandi. Tilefnið var siglingabann vegna Napóleons -
styrjaldanna og slæmt ástand á Íslandi vegna þess. Fjallað er um
hreppstjóra í 14. lið tillagnanna. Þar er lagt til að vald hreppstjóra
verði aukið, þeir verði launaðir af opinberu fé, fái einkennisbúning,
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 135
42 Lovsamling for Island II, bls. 605–620. Sjá einkum gr. 18, 20, 21, 32, 34, 35; Björn
Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, bls. 179–182.
43 Björn Tómasson, „Um hreppstiórnar embættið á Íslandi“, bls. 182–183.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 135