Saga - 2018, Side 138
þeim verði fækkað og sett erindisbréf. Tillögurnar þóttu athyglis -
verðar og var skipuð sérstök nefnd til að fjalla um þær.44 Í framhaldi
af því var gefinn út áðurnefndur konungsúrskurður þann 21. júlí
1808, þar sem fjallað er um kjör og hlutverk hreppstjóra.45
Erindisbréfið frá 1809, sem undirritað er af Magnúsi Stephensen
dómstjóra og amtmönnunum Stefáni Stephensen og Stefáni Þór -
arins syni, var samið á grundvelli i-liðar konungsúrskurðarins. Þar
er hverjum amtmanni falið að ákveða nánar hverjar embættis -
skyldur hreppstjóra skuli vera og útbúa handa þeim erindisbréf.
Það var síðan prentað árið 1810 og var 56 síður í átta blaða broti.
Árið 1812 samdi Magnús nákvæma handbók um erindisbréfið
undir yfirskriftinni Hentug handbók fyrir hvern mann, með útskýringu
hrepp stjórnar-instrúxins, innihaldandi ágrip, safn og útlistun helztu gild-
andi lagaboða um Íslands landbústjórn, og önnur almenning umvarðandi
opinber málefni.46
Erindisbréfið er 42 greinar, sem skipt er í 60 liði, og felast í því
sömu grundvallarverkefni og áður hafa verið nefnd en þau eru nú
lögfest, en samkvæmt reglugerðinni frá 1809 hafði hreppstjóri stjórn
fátækramála með höndum ásamt sóknarpresti. Voru þeir nefndir
fátækraforstjórar. Matgjafir og manneldi var fellt niður en þeir
dreifðu þess í stað aukaútsvari sanngjarnlega á hreppsmenn. Auka -
útsvar var þegar tilkomið árið 1790 eins og fram kemur í skema yfir
hreppsbókina, sem getið var hér framar, en það sendi Stefán Þórar -
insson sýslumönnum sínum. Í því skema er gert ráð fyrir dálki fyrir
aukaútsvar (extraordinaire útsvar). Með erindisbréfinu komst öll
héraðsstjórn í hendur ríkisins og hreppstjórar urðu opinberir starfs-
menn. Hreppstjórum var fækkað í einn til tvo í hverjum hreppi og
þeir skyldu skipaðir af amtmönnum eftir tilnefningu sýslumanna.
Hreppstjórar fengu ekki föst laun heldur nutu skattfríðinda og voru
lausir undan ýmsum kvöðum, t.d. vegna bygginga og vegabóta.
Þeir fengu einnig greiddan kostnað og laun vegna einstakra emb -
ættis verka fyrir hönd sýslumanna.47 Skylda var að taka við embætt-
inu, eins og verið hafði áður, en samkvæmt erindisbréfinu gat amt -
kristjana kristinsdóttir136
44 Lovsamling for Island VII, bls. 178–180; Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar I,
bls. 153–154.
45 Lovsamling for Island VII, bls. 192–194.
46 Lovsamling for Island VII, bls. 305. Sjá einnig: Lýður Björnsson, Saga sveitar -
stjórnar I, bls. 154.
47 Lovsamling for Island VII, bls. 305–340.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 136