Saga - 2018, Blaðsíða 140
danemanni ber og vel sómir, eftir þeim eiði sem hann þar uppá skal
fyrir sýslumanni sínum afleggja, og þannig sem hann viðbýst að lögum
að forsvara.
Þetta sitt embættisbréf skal hann biðja sinn sóknarprest til allra vit-
undar opinberlega af predikunarstólnum að upplesa í hreppsins
kirkjum þá næst er messað eftir það hann það meðtekur, (:frá hverri tíð
öll sú fyrrverandi hreppstjórn skal hætta, og aðrir sem hana á hendi
haft hafa í hreppnum vera við þau störf að öllu fríaðir framvegis:)
Hreppsbúum öllum í NN hrepp tilsegist hérmeð og alvarlega skip -
ast í öllu sem hreppstjórnar embætti viðvikur héreftir að halda sig til
þessa nú útnefnda hreppstjóra NN og í öllu löglegu að tjá sig honum
hlýðna og hjálplega undir alvarlegustu lagasektir ligesaadan bestall -
inger ere for Snæfjældnæss syssel udfærdigede …50
Amtmaður sendi einnig annað bréf til sinna sýslumanna, sem inni-
heldur meðal annars eið sem hreppstjórar áttu að sverja fyrir sýslu-
manni við embættistöku. Eiðurinn er jafnframt í reglugerðinni frá
1809 um hreppstjóra og er á þessa leið:
Því skal sérhver hreppstjóri, sem framvegis meðtekur hjá sínum sýslu -
manni embættisbréf sitt undir amtsins hendi og innsigli, mæta fyrir
politírétti, sem sýslumaður þar til skal strax halda heima hjá sér, eftir
hinum gefið fyrirkall, og þar, í tveggja vitna nærveru, með upp réttum
þremur fíngrum, vinna þann eið: ,,Að hann af ýtrasta megni, og með
hreinskilnustu réttsýni, vilji finnast konungi sínum og lands lögunum
trúr, stunda að framkvæma allt það honum, í framanskrifuðu instrúxi,
og samkvæmt þar í tilnefndum lagagreinum, er uppálagt, sömuleiðis
allt hvað útkomandi lög, eða hans réttra yfirvalda og dómara skipanir
honum, í laganna nafni, fyrirleggja, og sér, án tillits til vina eða óvina,
ríkra eða fátækra, skyldra eða vandalausra, í embættinu svo hegða, sem
ráðvöndum hreppstjórnarmanni og politíþjóni ber og vel sómir“, að til-
lögðum venjulegum eiðstaf: „Svo sannarlega hjálpi mér guð og hans
heilaga orð!“51
Í reglugerðinni er áréttað að hreppstjórar eigi að halda sérstaka
hreppsbók gegnumdregna og uppáskrifaða af sýslumanni. Inn í
hana skulu þeir færa allar tekjur og útgjöld til fátækraframfærslu, af
tíundum, aukaútsvari/aukatillögum, veiðum, bótum og gjöfum.
Auk innfærslu í hreppsbókina áttu hreppstjórar að setja saman og
senda sýslumanni ýmis skjöl fyrir lok októbermánaðar. Þannig áttu
kristjana kristinsdóttir138
50 ÞÍ. Vesturamt III.8. Bréfabók 1808–30/6 1817, 1810 nr. 454.
51 Lovsamling for Island VII, bls. 338–339.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 138