Saga - 2018, Page 141
þeir að afrita úr bókinni undirskrifaðan tíundarreikning, auk sam -
hljóða eintaka til sóknarprests og kirkjuhaldara. Þetta hefur senni -
lega verið gert til þess að auðvelda sýslumanni eftirlit með reikn -
ingshaldi hreppstjóra og fjárhag sveitarfélaga, auk þess að auðvelda
presti og kirkjuhaldara álagningu og innheimtu gjalda til prests og
kirkju. Hreppstjórar áttu ásamt sóknarprestinum að setja saman tvö
eintök af búnaðarskýrslum og senda undirritaðar til sýslumanns.
Jafnframt áttu þeir að setja saman lista í tvíriti yfir alla búendur og
búlausa sem tíunduðu eitt hundrað af lausafé eða meira. Skrána átti
að nota við niðurjöfnun á lögmannstolli sem sýslumaður hélt reikn -
ing yfir. Að lokum áttu þeir að senda lista yfir alla lausafjártíund að
undanskilinni lausafjártíund embættismanna, embættismannaekkna
og hreppstjórans. Þessar upplýsingar átti að nota við niðurjöfnun á
kostnaði við dómgæslu og réttarfar. Lítið af slíkum skjölum er varð -
veitt.52
Einnig er tiltekið að hreppstjórinn eigi að varðveita vel skjalasafn
hreppsins, halda því í réttri tímaröð, skrá það og afhenda til næsta
hreppstjóra við hreppstjóraskipti. Þessi fyrirmæli voru nýmæli og
hljóða svo:
Öll útkomandi lög og yfirvalda skriflegar skipanir, sem hreppstjóra
sendar verða, eftir það hann meðtekur þetta instrúx, skal hann, ásamt
því, vandlega geyma í réttri röð uppteiknað, og nær hann það með -
tekur og birtir, og skal þetta allt við hreppstjóra skifti afhendast hans
eftir manni óskemmt, og, að því leyti umbreyting ekki á kemur með
nýrri fyrirskipunum, vera þeim við takandi hreppstjóra framferðis-
regla í embættinu.53
Í sýsluskjalasöfnum eru varðveittar skrár yfir slíkar afhendingar en
sýslumenn voru yfirmenn hreppstjóra og þangað bar þeim að af -
henda upplýsingar yfir embættisgögn sín við hreppstjóraskipti.
Dæmi um slíka skrá yfir skjalasafn er skrá fyrrum hreppstjóra Prest -
hólahrepps í Norður-Þingeyjarsýslu, Jóns Jónssonar á Snartar stöð -
um, til sýslumanns sem sýnir afhendingu hans á skjölum til eftir-
manns síns, Jóns Jónssonar á Valþjófsstöðum, frá 5. janúar 1843. Þar
kennir ýmissa grasa og voru í skjalasafninu bæði prentaðar tilskip-
anir og opin bréf auk frumskjala. Meðal frumskjalanna er talin upp
hreppsbókin eða hreppsprótokollinn, rentukammersbréf, amts bréf,
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 139
52 Sama heimild, bls. 312–313; Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar I, bls. 202.
53 Lovsamling for Island VII, bls. 340.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 139