Saga - 2018, Page 142
ýmis dreifibréf (circulaire) auk bréfa vegna fátækra fram færslunnar.54
Þann 19. júní 1858 skrifar Þorvarður Ólafsson, hreppstjóri í Fells -
strandar hreppi, sýslumanni Dalasýslu og segist ekki treysta sér til
að hafa í lagi skjöl sem viðkoma sveitinni nema hreppsskjölunum
fylgi journall (bréfadagbók) og kópíubók (bréfabók). Óskar hann
eftir að fá að kaupa tvær litlar skrifbækur handa sveitinni fyrir pen-
inga úr sveitarsjóðnum ,,þar mér finnst þetta nauðsynlegt og heyri
til góðri reglu“. Erindi hreppstjóra svarar sýslumaður 6. ágúst og
samþykkir þessi kaup.55 Hér sést að hreppstjórinn vill ganga lengra
en segir í instrúxinu sem segir að halda eigi skrá yfir öll hreppsskjöl-
in. Hann vill einnig halda bréfadagbók og færa inn í hana þau bréf
sem berast sem og bréfabók til að skrá inn í útfarin bréf, líkt og
sýslumenn og aðrir embættismenn gerðu og gera enn þann dag í
dag.
Árið 1834 er sett ný reglugerð um fátækramál þar sem gerðar eru
mikilvægar breytingar á reglum um framfærsluskyldu og sveitfesti.
Í henni er færsla hreppsbókar áréttuð. Einnig er tekið fram að á
hreppaskilaþingi skuli hreppstjóri leggja fram yfirlit yfir fátækra -
framfærsluna. Í því fólst í fyrsta lagi að leggja fram reikning yfir
tekjur og gjöld fátækraframfærslunnar frá liðnu ári, þ.e. frá 1. okt ó -
ber til 30. september, í öðru lagi að skila skýrslu yfir væntanleg gjöld
og tekjur næsta árs og í þriðja lagi að gera jafnaðarreikning56 vegna
framfærslunnar. Þetta allt átti hreppstjóri jafnframt að færa í sína
hreppsbók (sveitarbók). Þessir reikningar eiga að liggja frammi í 14
daga eftir þing svo menn geti gert athugasemdir við þá. Hrepp stjóri
á síðan að senda skjölin til sýslumanns ásamt vitnis burðar skjali
prests um að upplýsingarnar séu þær sömu og fram koma í sveitar -
bókinni. Hér er þess einnig getið að sýslumaður eigi að senda yfir -
lits skýrslu til amtmanns, sem eigi að senda greinargerð árlega til
kansellísins.57 Af þessu sést að festa var komin á skjalahald hrepp -
stjóra á nítjándu öld og myndun skjalasafna í hverjum hreppi. Eru
skjöl frá þessum tíma og langt fram á tuttugustu öld vel varðveitt á
héraðsskjalasöfnum og, þar sem ekki eru starfandi skjalasöfn, á
Þjóðskjalasafni eins og fram hefur komið. Í skrám safnanna er nær
kristjana kristinsdóttir140
54 ÞÍ. Þingeyjarsýsla B/19 örk 11. Ýmis bréf og fleira. 5. janúar 1843.
55 ÞÍ. Dalasýsla PB/1 örk 3. Bréf, fundagerðir, skýrslur og fleira.
56 Reikningur þar sem tekjurnar voru færðar vinstra megin á síðu og gjöldin
hægra megin og átti niðurstaðan beggja vegna að sýna jafna tölu.
57 Lovsamling for Island X, bls. 429–433.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 140