Saga - 2018, Page 143
algilt að blanda saman skjölum hreppstjóra annars vegar og sveitar -
stjórnarinnar hins vegar eftir 1875, og hreppsbækurnar eru ýmist
kallaðar hreppsbækur eða sveitarbækur.58
Breytingar á starfi hreppstjóra
frá síðari hluta nítjándu aldar til ársins 2017
Með sjálfstæðisbaráttunni upp úr 1830 komu fram tillögur um aukna
sjálfstjórn héraða á ný og að hreppstjórar væru kosnir af heima -
mönnum. Jónas Hallgrímsson skáld skrifaði grein um málið í Fjölni
og lagði meðal annars til að hreppstjórar væru kosnir.59 Mál efni
hreppa voru einnig rædd á alþingi upp úr miðri nítjándu öld og var
niðurstaðan sú að sett var tilskipun um sveitarstjórnarmál þann 4.
maí 1872 sem tók gildi árið 1875.60 Með tilskipuninni er embætti
hreppstjóra aðgreint frá sveitarstjórn og vald í sveitarstjórnarmálum
fengið kjörnum hreppsnefndum, sýslunefndum og amtsráðum.61
Æðsti yfirmaður sveitarstjórnarmála varð landshöfðingi.62
Í reglugerð fyrir hreppstjóra nr. 68, frá 29. apríl 1880, eru verkefni
þeirra og skyldur nákvæmlega útlistaðar og kemur fram í reglu -
gerðinni grundvallarbreyting á störfum hreppstjóra. Hreppstjórar
urðu þá umboðsmenn sýslumanns bæði gagnvart hreppsnefnd og
almenningi. Þeim bar að vinna með hreppsnefndinni, sveitinni til
heilla, og veita hreppsnefndinni alla þá aðstoð og leiðbeiningar sem
mögulegt var. Á það við jafnvel þó málin heyri undir hrepps nefnd -
ina, svo sem um framfærslu þurfamanna, uppfóstur og uppeldi
barna, almenn heilbrigðismál, viðhald á aukavegum, notkun afrétta,
fjallskil, fjárheimtur, refaveiðar, umsjón með þinghúsi hreppsins og
öðrum fasteignum og fleira. Samkvæmt reglugerðinni lutu verkefni
hreppstjóra að glæpa- og lögreglumálum, ýmsum réttargerðum og
skýrslugerðum varðandi opinber mál og einkamál. Vegna þessara
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 141
58 Hdr. Ingibjörg Ólafsdóttir, Skrá yfir hreppsgögn frá 19. öld sem varðveitt eru á
Þjóðskjalasafni Íslands og héraðsskjalasöfnum. Handrit í vörslu Þjóðskjala safns
Íslands.
59 Jónas Hallgrímsson, ,,Fáein orð um hreppana á Íslandi.“ Fjölnir. Ársrit handa
Íslendingum I (1835) bls. 23–31.
60 Einar Laxness, Íslandssaga I, bls. 209.
61 Þórður Eyjólfsson, Alþingi og héraðsstjórn, bls. 26–28; Einar Laxness, Íslandssaga
I, bls. 209; Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands III (kaupmannahöfn: Hið íslenzka
bókmenntafélag 1875), bls. 600–602.
62 Lovsamling for Island XXI, bls. 423.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 141