Saga - 2018, Side 144
verkefna átti hreppstjóri að semja ýmsar skýrslur og senda eintak til
sýslumanns og jafnframt samrit af framtali til lausafjártíundar til
hreppsnefndar, prests og kirkjuhaldara.
Embættisbækur hreppstjóra voru samkvæmt reglugerðinni:
1. Hreppaskilabók þar sem skrá skyldi lausafjárframtal og
aðrar þær skýrslur sem hreppstjóri á að semja, nema hunda -
halds skýrsluna, hana á að skrifa í
2. Hundahaldsbók.
3. Uppskriftar- og uppboðsbók þar sem skráðar eru uppskriftir
búa og dánarbúa. Í hana á einnig að skrifa fógetagjörðir og
úttektir á leigujörðum við ábúendaskipti.
4. Bréfabók, sem í skal skrá öll embættisbréf sem hreppstjóri
tekur við, auk afrita af útförnum bréfum.
Í reglugerðinni segir jafnframt að bækurnar skuli kostaðar af
sýslusjóði og á sýslumaður að löggilda þær og sjá um að þær verði
reglulega og rétt færðar. Einnig segir að hreppstjóri eigi að geyma
vel og vandlega Stjórnartíðindi þau sem honum eru send og halda
þeim saman. Á fylgiskjali með reglugerðinni eru prentaðar fyrir -
myndir að öllum þeim skýrslum sem hreppstjóra bar að halda og að
ofan eru taldar.63
Árið 1882 voru sett ný lög um laun hreppstjóra. Samkvæmt þeim
fengu hreppstjórar greidd laun fyrir að vera stefnuvottar, birta opin -
berar auglýsingar, gera fjárnám og fógetagerðir, fyrir minniháttar
uppboð, uppskriftir, virðingargjörðir og úttektir.64 Lög um sama efni
voru sett árið 1917.65 Þau lög voru síðan endurskoðuð og endur -
útgefin árið 1938.66
Lög um hreppstjóra voru ekki sett fyrr en árið 1965, þ.e. lög nr.
32/1965. Í 6. grein segir að hreppstjórar séu umboðsmenn sýslu -
manns, hver í sínum hreppi. Þeir fara með lögregluvald, annast inn-
heimtu opinberra gjalda og fleiri störf í umboði sýslumanns, svo og
þau önnur störf, sem nánar kann að vera kveðið á um í lögum eða
reglugerðum.67 Hreppstjórar hafa starfað eftir þessum lögum síðan,
kristjana kristinsdóttir142
63 Stjórnartíðindi 1880 B, bls. 65–96. Reglugerð fyrir hreppstjóra nr. 68/1880.
64 Stjórnartíðindi 1882 A, bls. 42–49. (lög. nr. 3/1882).
65 Stjórnartíðindi 1917 A, bls. 92–94. (lög. nr. 64/1917).
66 Stjórnartíðindi 1938 A, bls. 143–144. (lög nr. 85/1938).
67 Vef. Lagasafn Alþingis. Lög um hreppstjóra, nr. 32/1965. http://www.althingi.
is/lagas/nuna/1965032.html
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 142