Saga - 2018, Blaðsíða 146
og þá einnig að þeim málum sem undir hana heyrðu, og hins vegar
að í smærri hreppum var hreppstjórinn oft einnig í hreppsnefndinni
og gerði ekki greinarmun á störfum sínum sem hreppstjóri og
hrepps nefndarmaður. Skjalasöfnin skarast þess vegna, þ.e. skjala -
söfn hreppstjóra og hreppsnefnda.
Oft var breytilegt hvernig hreppstjórar færðu embættisverk sín
til bókar og hvort þeir héldu sérstakar bækur fyrir einstök embættis -
verk. Dæmi eru um að öll embættisverk hafi verið færð í eina bók,
svo sem hreppsreikningar, uppskriftir dánarbúa, uppboð og úttektir.
Heitið hreppsbók eða sveitarbók var einnig notað, jafnt fyrir skýrslu -
gerð hreppsnefnda og hreppstjóra, þótt innihald bókanna og fram-
setning upplýsinga sé önnur eftir 1875.
yfirlit yfir varðveitt skjöl hreppstjóra er að finna í skrám Þjóð -
skjala safns yfir skjalasöfn sýslumanna, þ.e. almennt í þeim tilvikum
þegar héraðsskjalasafn er ekki á svæðinu. Skjöl hreppstjóra eru í flest-
um tilvikum varðveitt í héraðsskjalasöfnum.73 Elsta hrepps bókin sem
varðveitt er hefst árið 1643 og nær til ársins 1785. Hún er frá Reyk -
holtsdalshreppi í Borgarfirði, eins og áður segir, og frá sjö öðrum
hreppum eru til bækur sem eru eldri en frá 1786. Bækur sem hefjast
1786 eru alls 16 og bækur sem hefjast á árunum 1788 til 1791 eru 31
talsins. Frá tímabilinu fyrir 1800 eru því um 55 bækur til og eftir 1809
fjölgar mjög varðveittum hreppsbókum og nær varðveisla þeirra og
annarra skjala, sem hreppstjórum bar að færa, langt fram á tuttug -
ustu öld. Eftirtalin skjöl eru algengust í skjalasöfnum hreppstjóra:
1. Bréfasöfn allt fram eftir tuttugustu öld.
2. Bréfabækur, þar sem skráð voru innkomin bréf, ef svo bar
undir, og afrit af útförnum bréfum fram eftir tuttugustu öld.
3. Hreppsbækur/sveitarbækur hreppstjóra vegna framfærslu -
mála, til 1875. Hér í er stundum einnig skráð búnaðarskýrsl -
an, sem síðar var skráð í hreppaskilabókina, og fleiri mikil -
væg bréf og skjöl.74
kristjana kristinsdóttir144
73 ÞÍ. Skrá yfir skjalasöfn sýslumanna og sveitarstjórna, 1.–4. bindi. (Reykjavík:
Þjóðskjalasafn Íslands 1973). Sjá einnig: Hdr. Ingibjörg Ólafsdóttir, Skrá yfir
hreppsgögn frá 19. öld, sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands og héraðs -
skjalasöfnum. Handrit í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands.
74 kristjana kristinsdóttir, ,,kommuneprotokol (repsprotokol)“, Nordatlanten og
Troperne. Forvaltningshistoriske kilder fra Færøerne, Grønland, Island og Trope -
kolonierne. Ritstj. Erik Nørr og Jesper Thoma sen (københavn: Selskabet for
udgivelse af kilder til dansk historie 2007), bls. 245–257.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 144