Saga - 2018, Page 147
4. Hreppaskilabækur (hreppsbækur/sveitarbækur) hreppstjóra
yfir búnaðarástand, framtal til skatts og fleira. Eftir 1880 og
fram eftir tuttugustu öld.75
5. Uppboðs- og uppskriftabækur hreppstjóra, frá 1809 og fram
eftir tuttugustu öld.76
6. Úttektabækur hreppstjóra, frá 1809 og fram eftir tuttugustu
öld.77
7. Hundahaldsbækur eftir 1880 og fram eftir tuttugustu öld.
8. Ýmis skjöl ótilgreind, t.d. Stjórnartíðindi.
Listinn hér að ofan varpar ljósi á innihald skjalasafna hreppstjóra,
annars vegar þegar þeir voru fulltrúar sýslumanna og sáu jafnframt
um stjórn fátækramála og önnur sveitarstjórnarmál og hins vegar
eftir að þeir urðu nær alfarið fulltrúar sýslumanna. Skjalasöfn hrepps -
nefnda og oddvita innihalda frá 1875 bréf, bréfadagbækur, bréfa -
bækur og hreppsbækur/sveitabækur um fátækraframfærsluna og
sveitarreikninginn.
Öll þessi skjöl hreppstjóra varpa ljósi á líf allra íbúa hreppsins. Í
skjölunum má lesa hver var húsbóndinn og hver var þurfa lingur -
inn. Getið er bæjarnafns, dýrleika jarðarinnar og nafns húsbóndans
og taldar fram eigur hans, hvað hann átti af búfénaði eða bátum og
hvort hann hafði lagt sig fram við garð- og túnrækt. Einnig er getið
um fjölda vinnufólks og fjölda fólks alls á hverjum bæ og þannig má
sjá hvað hver jörð stóð undir stóru heimili. Jafnframt segir hvað
hver borgaði í tíund og hvert framlag hvers var til reksturs fátækra -
kass ans. Greint er frá nöfnum niðursetninga, heilsufari þeirra, aldri
og framlagi til hvers og eins, hjá hverjum þeir dvelja og hversu lengi.
Hreppsbókin á að vera gegnumdregin og uppáskrifuð af sýslu -
manni. Hún er sett saman af hreppstjóranum, jafnvel með aðstoð
prests og þeir undirrita reikningana. Nær sannleikanum er vart
hægt að komast á þessum tíma, auk þess að eftir 1834 átti hrepps -
reikn ingurinn að liggja frammi í fjórtán daga hreppsbúum til upp -
lýsingar. Önnur skýrslugerð hreppstjóra, uppskrifta- og upp boðs -
bækur, úttektabækur og hreppskilabækur varpa einnig ljósi á líf
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 145
75 kristjana kristinsdóttir, ,,Repstyrernes rapport over løsøre“, Nordatlanten og
Troperne, bls. 271–276; ,,Repstyrernes økonomiske tabel“, bls. 277–283.
76 Pétur G. kristjánsson, ,,Repstyrernes registrerings bog“, Nordatlanten og Troperne,
bls. 263–266; ,,Repstyrernes auktionsbog“, bls. 267–270.
77 kristjana kristinsdóttir, ,,Udtægtsprotokol“, Nordatlanten og Troperne, bls. 258–
262.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 145