Saga - 2018, Page 151
sigurbjörg elín hólmarsdóttir
„fallega framreiddur matur“
Greining á gestgjafahlutverki húsmæðra í íslenskum
matreiðslubókum 1800–1975
Matreiðslubækur eru áhugaverðar heimildir um líf fólks. yfirleitt
hafa slíkar bækur verið nýttar í matarfræðilegar rannsóknir, en nú
eru þær í vaxandi mæli notaðar til að rannsaka hlutverk húsmæðra
og hvernig það hefur breyst í tíma og rúmi. Áður fyrr var samfélags-
lega samþykkt að konur mættu skrifa og gefa út matreiðslubækur
þótt enn stæði styr um annars konar rit. Ástæðan var sú að þessar
bækur tilheyrðu að mörgu leyti einkasviðinu — þær voru skrifaðar
af konum sem oft tengdust kvennaskólum eða húsmæðraskólum
landsins og var markhópurinn íslenskar húsmæður. Þess vegna er
spennandi að skoða hvað þessar bækur sögðu lesendahópi sínum
um hvernig hin „rétta“ húsmóðir átti að fara að. Í þessari grein
verður sjónum beint að einu þeirra hlutverka sem höfundar mat-
reiðslubókanna leiðbeindu um: gestgjafahlutverkið og þróun þess
frá 1800 til 1975. Í greininni eru til skoðunar frumsamdar íslenskar
matreiðslubækur og hvað í þeim er sagt um heimilishald — hvernig
leggja skyldi á borð, borðsiði, skreytingar og síðast en ekki síst,
félagslegar skyldur húsmæðra sem gestgjafa.1
Helga kress bókmenntafræðingur hefur haldið því fram að margir
kvenrithöfundar „með hæfileika og löngun til ritstarfa hafi látið
undan síga“ vegna hinna mörgu skylduverka kvenna, svo sem að
„þvo þvott, þvo upp, finna hluti, taka á móti gestum, þjóna, ráð -
Saga LVI:1 (2018), bls. 149–181
1 Titill greinarinnar er fenginn úr matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur, Kaldir
réttir og smurt brauð. Með nokkrum ábætisréttum (Reykjavík: höfundur 1933), bls.
3. Greinin er unnin upp úr meistaraprófsritgerð höfundar við kaup manna -
hafnarháskóla. Markmið ritgerðarinnar var að rannsaka þróun kvenímynda í
íslenskum matreiðslubókum sem gefnar voru út á tímabilinu 1800 til 1980.
Kgl.Bibl. Kbh. (konungsbókhlaða í kaupmannahöfn) Sigurbjörg Elín Hólmars -
dóttir, „Mennesket lever ikke af brød alene“. Husholdning og kvindeidealer i
islandske kogebøger 1800 til 1980. kandidatspeciale ved Det Humanistiske
Fakultet, københavns Universitet 2015.
Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir, sissoeh@gmail.com
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 149