Saga - 2018, Síða 152
stafa, stjórna“.2 Þótt færa megi rök fyrir því að húsmóðurstörf og ríkj-
andi hugmyndir um hefðbundið hlutverk kvenna hafi komið í veg
fyrir að konur fengjust við ritstörf eru áhugaverð dæmi um konur
sem skrifuðu bækur um athafnasvið kvenna. Í þessari grein er sjón-
um beint að konum sem höfðu frelsi til að skrifa, bæði vegna stöðu
sinnar í þjóðfélaginu og vegna þess að það sem þær skrifuðu um féll
að samfélagslega samþykktum hugmyndum um hlutverk kvenna.3
Bent hefur verið á að matreiðslubækur séu gagnlegar þegar rann -
saka á stöðu kvenna. Bandaríski sagnfræðingurinn Jessamyn Neu -
haus hefur til dæmis notað matreiðslubækur í rannsóknum sínum
um stöðu kvenna í Bandaríkjunum á tuttugustu öld en hún telur að
þessar bækur séu of sjaldan nýttar til slíkra rannsókna.4 Þetta er
áhugavert því eins og rannsóknir á sögu kvenna á nítjándu og tuttug -
ustu öld sýna, snerist líf kvenna fyrst og fremst um heimilið langt
fram á tuttugustu öld.5 Því er mikilvægt að skoða þau rit sem gera
má ráð fyrir að hafi haft áhrif á vinnu og hlutverk húsmæðra. Þar
leika matreiðslubækur stórt hlutverk.
Í greininni er skoðað hvernig íslenskir matreiðslubókahöfundar
fjölluðu um verklegt og félagslegt hlutverk kvenna sem gestgjafa í
matreiðslubókum sem gefnar voru út á tímabilinu 1800 til 1975.
Jafnframt verður kannað hvort konur hafi getað aukið virðingu sína,
jafnvel rými til athafna, með því að haga húsmóðurhlutverkinu í
samræmi við það sem boðað var í þessum bókum. Rannsóknar tíma -
bilið er miðað við fyrstu íslensku matreiðslubókina, sem kom út árið
1800, og því lýkur árið 1975, þegar farið var að skrifa matreiðslu-
bækur fyrir bæði kyn og útgáfa þeirra tók að aukast gríðarlega. Hér
er því langt tímabil undir og stiklað á stóru.
sigurbjörg elín hólmarsdóttir150
2 Helga kress, Speglanir: Konur í íslenskri bókmennahefð og bókmenntasögu (Reykja vík:
Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum 2000), bls. 55–83, eink um bls. 55.
3 Sama heimild, bls. 68. Sjá einnig grein Helgu um „kellingabækur“, þar sem hún
segir m.a. „[f]rá alda öðli hafa bókmenntir verið skrifaðar af körlum um karla
og fyrir karla“. Helga kress, „Bækur og „kellingabækur“. Þáttur í íslenskri bók-
menntasögu“, Tímarit Máls og menningar 39:3 (1978), bls. 369–395, einkum bls. 393.
4 Jessamyn Neuhaus, „The Way to a Man’s Heart: Gender Roles, Domestic Ideo -
logy, and Cookbooks in the 1950s,“ Journal of Social History 32:3 (1999), bls. 529–
555, einkum bls. 531.
5 Sjá Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyn-
gervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2011) og Sigríður Matth ías -
dóttur, Hinn sanni Íslendingur: Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 150