Saga - 2018, Síða 153
Efni bókanna er skoðað út frá hugmyndum um matmálstímann
og undirbúning hans, bæði veislur og matmálstíma hversdagsins.
Uppskriftirnar sjálfar, matarvenjur eða neyslumenning, eru aftur á
móti ekki skoðaðar. Augljóst er að matmálstíminn tók miklum
breyt ingum á tímabilinu, frá því að flestir borðuðu skammtinn sinn
úr aski á rúmi í baðstofu til þess að allir borðuðu saman við borð og
með hnífapörum.6
Með því að beita kenningum franska félagsfræðingsins Pierres
Bourdieu um fjórskipt auðmagn verður kannað á hvaða hátt mat-
reiðslubækur gátu verið vegvísar um það hvernig húsmóðir yrði
góður og virtur gestgjafi. Matreiðslubækurnar eru fyrst og fremst
vitnisburður um viðhorf höfundanna sjálfra og hvernig þeir reyndu
að hafa áhrif á heimilsstörf og húsmæður.7 Þær endurspegla engu
að síður það samfélag sem þær spretta úr og höfundar staðfestu
þannig, útfærðu og þróuðu ákveðna ímynd af húsmæðrum.
Hugtakið gestgjafaímynd vísar til hlutverks húsmæðra sem gest-
gjafa á heimilinu, hlutverks sem krafðist ákveðinnar kunnáttu, til
dæmis í undirbúningi fyrir veislur og skreytingagerð, og að heimilis -
fólk lærði ákveðna siði. Þessu gátu húsmæður stjórnað og þannig
aukið orðstír heimilisins. Þetta hlutverk húsmóðurinnar var að ýmsu
leyti tengt hinni borgaralegu menningu, sem óx og dafnaði með -
fram og í kjölfar iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar á nítjándu öld,
en erlendir fræðimenn hafa rannsakað þróun millistéttarinnar og
áhrif hennar á leiðbeiningar í matreiðslubókum.8 Eins og Helgi
Skúli kjartansson sagnfræðingur bendir á í Íslandi á 20. öld taldist
það „til nútímahátta eða mannasiða, breiddist út frá borgaralegu
heimilunum, t.d. að bera mat á borð í stað þess að skammta hverjum
og einum, að matast með hníf og gafli“.9 Þótt matreiðslubækur og
borðsiðir sé hvort tveggja nátengt borgarlegum hugmyndum sýnist
mér að íslensku matreiðslubókahöfundarnir hafi yfirleitt leitast við
„fallega framreiddur matur“ 151
6 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð (Reykjavík: Mál og menning 1999), bls.
13.
7 Kgl.Bibl. Kbh. (konungsbókhlaða í kaupmannahöfn) Caroline Nyvang, Danske
trykte kogebøger 1900–70, fire kostmologier. Ph.d.-afhandling ved Det Human -
istiske Fakultet, københavns Universitet 2012, bls. 7.
8 Hélène Le Dantec-Lowry, „Reading Women’s Lives in Cookbooks and Other
Culinary Writings: A Critical Essay“, Revue française d’études américaines 116:2
(2008), bls. 99–122.
9 Helgi Skúli kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag 2002), bls. 198–
199.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 151