Saga - 2018, Qupperneq 154
að ná til sem flestra íslenskra kvenna í stað þess að einblína á ákveð -
inn markhóp.
Til grundvallar rannsókninni liggja þær íslensku matreiðslubæk-
ur sem voru gefnar út á Íslandi frá 1800 til 1975 og uppfylla eftirfar-
andi skilyrði: eru yfir 20 blaðsíður að lengd og minnst helmingurinn
uppskriftir. Beinþýddar bækur eru ekki með í rannsókninni, en hins
vegar bækur sem voru skrifaðar upp úr fleiri mismunandi ritum og
staðfærðar af höfundi.10 Langflestar þeirra matreiðslubóka sem
komu út á Íslandi frá 1800 til 1975 voru skrifaðar af konum fyrir
konur. Það var ekki fyrr en árið 1975 að höfundar matreiðslu bók -
anna gáfu til kynna að markhópurinn væri líka karlar.11 Bækurnar
sem hér er vísað til eru:12
— Marta María Stephensen, Einfalt Matreiðslu vasakver (1800)
— Þóra Jónsdóttir, Ný matreiðslubók (1858)
— Elín Briem, Kvennafræðarinn (1889–1911, 4. útg.)
— Þóra Þ. Grønfeldt, Stutt matreiðslubók fyrir sveitaheimili (1906)
— Jóninna Sigurðardóttir, Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka
(1915–1945, 5. útg.)
— Fjóla Stefánsdóttir, Matreiðslubók (1916)
— Helga Sigurðardóttir, Kaldir réttir og smurt brauð (1933)
— Helga Sigurðardóttir, Lærið að matbúa (1934–1959, 4. útg.)
— Helga Thorlacius, Matreiðslubók (1940)
— Gunnlaugur Claessen og kristbjörg Þorbergsdóttir, Berjabókin
(1940–1942, 2. útg.).
— Helga Sigurðardóttir, Grænmeti og ber allt árið (1940–1944, 4.
útg.)
— Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur (1947–2009, 6. útg.)
— Sigfríður Nieljohniusdóttir, Húsmæðrabókin (1951)
sigurbjörg elín hólmarsdóttir152
10 Sem dæmi um slíka þýðingu má nefna Nýja matreiðslubók eftir Þóru Jóns dóttur,
frá 1858, en þar segir: „Mörgu, sem bókin inniheldur hefi jeg snúið úr dönsk -
um matreiðslubókum … þá hefi jeg og haft fyrir mjer Eggert Ólafsson og Ólav
Ólavius þar sem um matjurtir hefir verið að gjöra“. Þóra Andrea Nikólína
Jónsdóttir, Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. (Akureyri: án útg.
1858), bls. III.
11 Sjá t.d. Vilborg Björnsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir, Unga fólkið og eldhús-
störfin (Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka 1975.)
12 Þetta er ekki tæmandi listi yfir þær bækur sem falla undir þessa skilgreiningu.
Auk þessara bóka voru níu aðrar bækur, útgefnar á sama tímabili, nýttar í
áðurnefndri meistaraprófsrannsókn.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 152