Saga - 2018, Page 155
— Vilborg Björnsdóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir, Unga stúlkan
og eldhússtörfin (1967–1970, 2. útg.)
— Vilborg Björnsdóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir, Unga fólkið
og eldhússtörfin (1975–2010, 5. útg.)
Matur og matreiðslubækur sem rannsóknarefni
Rannsóknir á mat og matarvenjum er stórt rannsóknarsvið sem
nýtur sífellt meiri vinsælda fræðimanna af ýmsum sviðum. Hér
verður aðeins tæpt á þeim rannsóknum og kenningum sem skipta
máli fyrir þessa grein.
Eftir að strúktúralisminn ruddi sér til rúms á sjötta áratug tutt-
ugustu aldar var talið að matur gæti skapað grunn fyrir rannsóknir
á félagslegum formgerðum. Með orðum Caroline Nyvang: „Aðal -
kenn ingin var sú að félagsleg fyrirbæri — eins og orð — yrðu ekki
skilin nema sem hluti stærra kerfis því merking þeirra væri háð inn-
byrðis.“13 Rannsóknir á matarvenjum falla því oftar en ekki undir
rannsóknir á menningu.
Í rannsókn velska fræðimannsins Raymond Williams, þar sem
hann fjallar um tebúð í Cambridge, er dregið fram mikilvægi dag-
legra verka í rými matar, þar sem bæði framleiðendur og neytendur
skapa menningu í kringum matinn.14 Sagnfræðilegum rannsóknum
á mat er því oftast skipt í tvo flokka, annars vegar „matreiðslu-
sagnfræði“ (e. culinary history) og hins vegar „matarsagnfræði“ (e.
food history). Danski sagnfræðingurinn Caroline Nyvang segir mat-
reiðslusagnfræði greina sig frá matarsagnfræði með því að leggja
„áherslu á verklegar aðferðir við framsetningu matarins.“15 Áhersl -
an er því ekki á næringu eða sjálfan matinn. Það er einmitt þessi
hluti sem er til rannsóknar hér. Þá hafa margir fræðimenn rann -
sakað þróun matar og matarneyslu til að greina samfélagsbreytingar
og breytingar á menningu.16 Þetta er afar spennandi rannsóknarsvið
en er ekki til skoðunar í þessari grein.
„fallega framreiddur matur“ 153
13 Þýðingin hér og annars staðar í greininni er höfundar nema annað sé tekið
fram. Kgl.Bibl. Kbh. Nyvang, Danske trykte kogebøger, bls. 12.
14 Bob Ashley, Joanne Hollows, Steve Jones og Ben Taylor, Food and cultural studies
(London: Routledge 2004), bls. 9–10.
15 Kgl.Bibl. Kbh. Nyvang, Danske trykte kogebøger, bls. 16.
16 Sem dæmi um slíkar rannsóknir má nefna sagnfræðinginn Rachel Laudan sem
hefur rannsakað hvernig heimsveldisstefnur höfðu áhrif á matarneyslu. Rachel
Laudan, Cuisine and Empire: Cooking in World History (Berkeley: Uni versity of
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 153