Saga - 2018, Blaðsíða 156
kenningar ítalska kenningasmiðsins Antonios Gramsci um
forræði (e. hegemony) hafa reynst gagnlegar við rannsóknir á mat og
matarmenningu. Í stuttu máli heldur Gramsci því fram að hópur
fólks haldi yfirráðum sínum yfir öðrum hópum með því að reyna að
vera í „siðferðislegri og vitsmunalegri forystu“. Hinir samþykkja
þessi yfirráð meðvitað og ómeðvitað og þannig heldur hópurinn
stöðu sinni, en völdunum þarf að viðhalda með stöðugri endur-
hönnun.17 Þetta er áhugavert í ljósi þess hverjir skrifuðu matreiðslu-
bækurnar, því höfundarnir gátu aukið þekkingu lesenda sinna með
því að birta leiðbeiningar um borgaralega siði en um leið haldið fast
í stöðu sína sem yfirboðarar.
Af sértækari rannsóknum, sem máli skipta vegna tengingar við
Danmörku og þar með Ísland, má nefna rannsókn kanadíska sagn -
fræðingsins Carol Gold sem hefur rannsakað danskar matreiðslu-
bækur og hvernig þær nýtast sem heimildir um samfélagslegar
breytingar, bæði innan heimilisins og utan. Gold greinir breytingar
í formálum danskra matreiðslubóka sem gefnar voru út 1616−1901
og færir rök fyrir því að húshaldshugmyndafræði (e. domesticity)
hafi þróast út frá hinni nýju millistétt í Danmörku.18 Hún túlkaði
breytingarnar þannig að þær væru lýsandi fyrir það hvernig borg-
araleg meðvitund og húshaldshugmyndafræðin breyttust, sérstak-
lega á nítjándu öld, en hún telur að þessir tveir þættir séu tengdir.19
Gold telur að þótt höfundar matreiðslubókanna hafi reynt að búa til
eða viðhalda mörkum milli einka- og almannasviðs sé ekki þar með
sigurbjörg elín hólmarsdóttir154
California Press 2013). Mannfræðingurinn Sidney W. Mintz hefur rannsakað
breytingar á neyslu sykurs, sem eitt sinn var lúxusvara fyrir aðalsstéttina, en
er nauðsyn í lífi nútímamannsins. Sidney W. Mintz, Sweetness and Power. The
Place of Sugar in Modern History (New york: Penguin Books 1986). Matar- og
næringarsérfræðingurinn Marion Nestle hefur meðal annars rannsakað áhrif
matvælaiðnaðarins á næringu og heilbrigði á okkar dögum. Marion Nestle,
Food Politics: How the Food Industry Influences Nutrition and Health (Berkeley:
University of California Press 2007).
17 Ashley, Hollows, Jones og Taylor, Food and cultural studies, bls. 17–18.
18 Carol Gold, Danish Cookbooks, Domesticity & National Identity, 1616–1901
(Seattle: University of Washington Press 2007), bls. 74.
19 Gold útskýrir hugtakið „húshaldshugmyndafræði“ (e. domesticity) þannig að
það hafi verið í verkahring húsmóðurinnar „að skapa góðan anda á heim il -
inu“. Carol Gold, „Generationer af kogebøger“. Syn på mad og drikke i 1800-
tallet. Ritstj. Ole Hyldtoft (kaupmannahöfn: Museum Tusculanum 2010), bls.
115–138, einkum 120–121.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 154