Saga - 2018, Blaðsíða 158
Þrátt fyrir það hvíli heimilismaturinn þó enn á herðum kvenna.24
Þetta er sama niðurstaða og Stephen Mennell komst að en hann
greindi bækur um mat í tvo flokka — matargerðarlist (e. gastronomic
literature) og matreiðslubækur (e. cookery books). Fyrri flokkinn telur
hann tilheyra hinu opinbera og karlmennsku, en þann síðari tengir
hann húshaldshugmyndafræð inni og hinu kvenlega.25 Lok þessarar
rannsóknar miðast við árið 1975 og því má telja að meirihluti bók-
anna, sem hér um ræðir, séu kvenlægar matreiðslubækur.
Auðmagn og smekkur
Eitt þeirra þriggja hugtaka sem danski sagnfræðingurinn Caroline
Nyvang heldur fram að séu nýtilegust í rannsóknum á mat í sögu-
legu samhengi er fágun (e. distinction) í meðförum Pierre Bourdieu.26
Í bók Bourdieu, La Distinction, frá 1979 er fjallað um smekk fólks og
val einstaklinga í mismunandi stéttum samfélagsins, samspil þess
sem hver einstaklingur gerir í lífinu, félagslega stöðu hans og hversu
mikil áhrif fjárhagsstaða hans hefur. Bourdieu byggði kenningu sína
á því að vald væri ekki einungis skilyrt sterkum fjárhag heldur
einnig sterkri félagslegri stöðu og menningarlegu verðmæti, en
hann var þeirrar skoðunar að „mismunandi hlutir aðskilja sig hver
frá öðrum í gegnum það sem þeir eiga sameiginlegt.“27 Hann kynnti
því til sögunnar hugtökin efnahagslegt auðmagn (e. economic capital),
menningarlegt auðmagn (e. cultural capital), táknrænt auðmagn (e. sym -
bolic capital) og félagslegt auðmagn (e. social capital). Þetta eru grunn-
tegundir auðmagns en það má túlka sem allt það sem getur nýst til
valda eða áhrifa í félagslegu rými (e. social spaces).28 Hér verður fyrst
og fremst litið til menningarlegs og félagslegs auð magns. Fjölmargir
íslenskir fræðimenn hafa nýtt sér kenningar Bourdieus um auð -
magn en hér er látið nægja að vísa til Viðars Páls sons sagnfræð ings
sigurbjörg elín hólmarsdóttir156
24 Nicklas Neuman og Christina Fjellström, „Gendered and Gendering Practices
of Food and Cooking: An Inquiry into Authorisation, Legitimisation and
Androcentric Dividends in Three Social Fields,“ NORMA 9:4 (2014), bls 269–
85, einkum bls. 281.
25 Ashley, Hollows, Jones og Taylor, Food and cultural studies, bls. 153.
26 Kgl.Bibl. Kbh. Nyvang, Danske trykte kogebøger, bls. 13.
27 Pierre Bourdieu og Richard Nice, Distinction. A Social Critique of the Judgement
of Taste (Cambridge Mass: Harvard University Press 2000), bls. 258.
28 Michael Grenfell, Pierre Bourdieu, Key Concepts (Acumen: Acumen Publishing
2. útg. 2012).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 156