Saga - 2018, Blaðsíða 159
enda kallast notkun hans á auðmagnshugtakinu á við þá hugmynd
sem hér er unnið með. Viðar notar kenningar Bourdieus til þess að
færa rök fyrir því að virðing og staða Snorra Sturlusonar í íslensku
samfélagi hafi ekki aðeins sprottið úr fjárhagslegum auði hans heldur
einnig átt rætur í menningarlegu, táknrænu og félagslegu auð magni.29
Efnahagslegt auðmagn er tengt hlutum sem hægt er festa hend -
ur á, til dæmis eignum eða sparnaði. Hinar þrjár gerðir auð magns
eru meira táknrænar: menningarlegt auðmagn eru lærðir eiginleikar
eins og menntun og ný tungumál, félagslegt auðmagn er sú virðing
sem einstaklingurinn öðlast út á þau félagslegu sambönd sem hann
hefur30 og táknrænt auðmagn er viðurkenning á öðru auðmagni en
því efnahagslega, fyrst og fremst menningarlegu.31 Með hugmynd-
inni um félagslegt auðmagn bendir Bourdieu á að auðmagn fær
virðingu sína í gegnum félagslega viðurkenningu: „Auðmagn er
verðmætt því að við, sameiginlega og stundum án þess að vilja það,
metum það til fjár.“32
kennning Bourdieus um fjórskipt auðmagn getur þannig veitt
nýja sýn á hlutverk kvenna í samfélaginu og veitt þeim meira ger-
endavald. kenningar Bourdieus33 eru því góður grunnur til þess að
skoða formleg og óformleg völd34 en það er mikilvægt þegar kemur
að því að skoða valdeflingu kvenna fyrr á tímum, sem sjaldan féll
undir skilgreiningu formlegra valda.
Samfélagsleg staða kvenna
Íslenskir matreiðslubókahöfundar milli 1800 og 1975 voru yfirleitt
konur úr efri stigum samfélagsins, oft með tengsl við Danmörku,
sem höfðu haft möguleika á að leita sér menntunar af einhverju tagi.
Í ritdómi um bók Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræðings, Þóra biskups og
raunir íslenskrar embættismannastéttar, bendir Íris Ellenberger sagn -
fræð ingur á að stéttarstaða sumra íslenskra kvenna hafi falið „í sér
„fallega framreiddur matur“ 157
29 Viðar Pálsson, „„Var engi höfðingi slíkr sem Snorri“: Auður og virðing í valda-
baráttu Snorra Sturlusonar“, Saga 41:1 (2003), bls 55–96, einkum bls. 67.
30 Grenfell, Pierre Bourdieu, bls. 87–90, 100 og 216.
31 Viðar Pálsson, „Var engi höfðingi slíkr sem Snorri“, bls. 67.
32 Grenfell, Pierre Bourdieu, bls. 86.
33 Nyvang segir að kenning Bourdieu sýni hvernig matarneysla var skilyrt af
bæði efnahagslegu og menningarlegu auðmagni. Kgl. Bibl. Kbh. Nyvang,
Danske trykte kogebøger, bls. 14.
34 Viðar Pálsson, „Var engi höfðingi slíkr sem Snorri“, bls. 66.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 157