Saga - 2018, Qupperneq 160
ákveðinn hreyfanleika“. Hin íslenska embættismannastétt hafi verið
dreifð um Skandinavíu og Evrópu og þannig skapað „öruggt svæði“
sem gerði ungum stúlkum kleift að ferðast milli landa og skapaði
þeim aukna möguleika á að taka með sér nýjar hugmyndir heim.35
Hið íslenska sveitasamfélag var að mörgu leyti á móti þeim borgara-
legum háttum sem komu fram með vaxandi þéttbýli og sýndu
„andúð á kvennaskólum sem hefðu danska borgarmenningu að
fyrirmynd og til væri stofnað af dönskum eða hálfdönskum hefðar-
frúm.“36 En það var þessi danska borgarmenning sem skilaði sér oft
í matreiðslubækurnar, eins og nánar verður rætt síðar.
Í doktorsritgerð sinni greindi Erla Hulda Halldórsdóttir þrenns
konar orðræðu um samfélagslegt hlutverk kvenna á Íslandi á tíma-
bilinu 1850–1903. Þessa orðræðu kallar Erla Hulda: „1) róttæka
orðræðu kvenfrelsis, 2) hefðbundna orðræðu gamla bændasam-
félagsins og 3) borgaralega orðræðu sem rekja má til hugmynda evr-
ópskrar miðstéttar og borgarvæðingar“.37 Þessi átök birtust til
dæmis í gagnrýni á Hússtjórnarskóla Reykjavíkur sem var stofnaður
1897,38 en mörgum þótti staðsetningin benda til þess að þar gætu
aðeins stundað nám fínar dömur „sem vildu nema hannyrðir og
læra að standa fyrir dýrum veislum“.39
Í doktorsritgerð sinni Hinn sanni Íslendingur ræðir Sigríður
Matthíasdóttir sagnfræðingur meðal annars um klofning kvenna-
baráttunnar í tvær stefnur á árunum milli stríða: siðferðislega kven-
réttindabaráttu og húsmæðrastefnu en hugmyndafræði húsmæðra-
stefnunnar má rekja aftur til nítjándu aldar. Sigríður telur þó að það
sé of mikil einföldun að tala um tvær algerlega aðskildar stefnur því
skörunin hafi verið talsverð. Innan siðferðislegu kvenréttindabarátt-
unnar má tala um nýja kvenímynd, „nýju konuna“, sem breiddist út
á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld í Evrópu og er nokkurs konar
sigurbjörg elín hólmarsdóttir158
35 Íris Ellenberger, „Ritdómar: Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskr ar
embættismannastéttar 1847–1917“, Saga (2011:2), bls. 234.
36 Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, síðara
bindi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2013), bls. 400–401. Sjá nánar
um þetta efni í doktorsrannsókn Erlu Huldu Halldórsdóttur, Nútímans konur.
37 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 340–341.
38 Elín Briem, höfundur Kvennafræðarans, stofnaði skólann. Sigríður Matthías -
dóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 319.
39 Aðalheiður B. Ormsdóttir, „Að hafa gát á efnahag sínum. Elín Briem Jónsson
og rit hennar kvennafræðarinn“, Skagfirðingabók 22. árg. (1993), bls. 84–135,
einkum bls. 118–119.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 158