Saga - 2018, Page 161
samheiti yfir tvenns konar ímyndir sem tengdust náið, kvenrétt-
indakonuna og tískudrósina og gátu jafnvel runnið saman í eitt.
Þessi barátta stóð hæst á þriðja áratug tuttugustu aldar, en lauk með
„sigri“ húsmæðrastefnunnar.40
Þessi samfélagsátök um stöðu kvenna og mismunandi kven -
ímyndir runnu að mörgu leyti inn í matreiðslubækurnar. Þar er að
finna mismunandi þemu sem samsvara fyrrnefndum umræðum, þar
sem höfundar virðast reyna að bregðast við gagnrýnisröddum frá
báðum hliðum. Matreiðslubókahöfundurinn Helga Sigurðar dóttir var
mikil talskona nýrra borgaralegra siða í matreiðslubókum sínum en í
þeim var engu að síður sterkur þjóðernislegur tónn eins og sést til
dæmis í Mat og drykk árið 1947: „Þjóðlegur, íslenzkur matur má fyrir
engan mun hverfa af borðum þjóðarinnar, því að á þeim sviðum sem
öðrum er mikilsvert að varðveita fornar íslenzkar venjur“.41
Deildar meiningar eru um hvort að það hafi verið ákveðin stöðn -
un í réttindabaráttu kvenna eftir sigur húsmæðrastefnunnar. Danski
sagnfræðingurinn Bente Rosenbeck hefur fært rök fyrir því að á
fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lykilhlutverk kvenna í Dan -
mörku enn verið móður- og húsmæðrahlutverkið,42 en svipuð
mynd er dregin upp í íslenskum matreiðslubækum þess tíma. Ekki
var efast um að heimilisstörfin væru kvennaverk.43 Gerður Róberts -
dóttir hefur rannsakað nútímavæðingu kvenleikans á Íslandi milli
1960 og 1969 en hún lýsir áratugnum sem umbrotatíma þar sem
tímabili hafta hafi verið lokið og í þéttbýli hafi ríkt borgaralegt sam-
félag. kaflaskil urðu í kvenréttindabaráttunni í hinum vestræna heimi
árið 1970.44 Árin sem fylgdu í kjölfarið gáfu af sér nýjar stefnur í
matreiðslubókunum og var matreiðsla ekki lengur tengd atvinnu
kvenna heldur samvinnu fjölskyldunnar.
„fallega framreiddur matur“ 159
40 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 248–249 og 255–257.
41 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F.
1947), bls. 8.
42 Bente Rosenbeck, Kvindekøn: den moderne kvindeligheds historie 1880–1980
(kaupmannahöfn: Gyldendal 1987), bls. 285.
43 Sjá meðal annars matreiðslubók Sigfríðar Nieljohniusdóttur, Húsmæðrabókin:
hússtörf, smurt brauð og bökun (Akureyri: Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar 1951),
bls. 29.
44 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Gerður Róbertsdóttir,
Nútímavæðing kvenleikans? Viðhorf kvenna til jafnréttismála 1960 til 1969.
MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2017, http://hdl.handle.net/
1946/27121, bls. 6–7.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 159