Saga - 2018, Page 162
Að bera á borð
En víkjum þá að matreiðslubókunum sjálfum. Árið 1800 kom út
Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver fyrir heldri manna húss-freyjur (hér
eftir Einfalt matreiðsluvasakver) og var Marta María Stephensen
skráð höfundur bókarinnar.45 Inngang hennar ritaði eiginmaður
Mörtu, Stefán Stephensen amtmaður. Ekki er alls kostar ljóst hver
er hinn raunverulegi höfundur. Magnús Stephensen, mágur Mörtu
Maríu, sagði fyrst að hún hefði skrifað bókina en segir síðar í
endur minningum sínum að hann sjálfur, ásamt hinni dönsku frú
Fjelsted, hafi skrifað Einfalt matreiðsluvasakver.46 Helga kress telur
augljóst að bókin sé skrifuð af konu því „[l]eiðbeiningarnar sem
fylgja uppskriftunum sýna að bókina hefur aðeins kona getað
samið“ og því sé þetta fyrsta bókin sem prentuð hafi verið eftir
íslenska konu.47
Í reisubók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1772 segir
að um leið og fátækt hafi aukist á Íslandi hafi hinir ríku farið að lifa
hærra og að mati Hallgerðar Gísladóttur sagnfræðings er best að
skoða bókina í því ljósi. Uppskriftirnar voru flestar danskar eða
norskar og heldur Hallgerður því fram að bókinni hafi verið ætlað
„að kynna heldra fólki útlenskar kræsingar“ og sýnir sjálf fram á að
matarmenning heldra fólks á Íslandi hafi fylgt dönskum venjum.48
Hrefna Ró berts dóttir færir rök fyrir hinu sama í grein í Sögu og
birtir uppskrift að möndluköku úr bókinni. Hún bendir á að
möndlur og sítrónur hafi ekki verið á opinberri vöru- og verðskrá
um lágmarksinnflutning á vörum til Íslands á þessum tíma og hafi
þess vegna verið sérpant aðar.49
sigurbjörg elín hólmarsdóttir160
45 Marta María Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver fyrir heldri manna Húss-
freyjur (Leirárgarðar við Leirá: Íslands konunglega uppfræðingarstiftun 1800).
Sjá einnig útgáfu frá 1998: Marta María Stephensen, Einfalt matreiðsluvasakver
fyrir heldri manna húsfreyjur (Hafnarfirði: Söguspekingastifti 1998).
46 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 38.
47 Helga kress, „kona og skáld. Inngangur“, Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.
Helga kress valdi efnið og bjó til prentunar (Reykjavík: Bókmennta fræði -
stofnun Háskóla Íslands 1997), bls. 30.
48 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 38–40.
49 Hrefna Róbertsdóttir, „Munaðarvara og matarmenning. Pöntunarvara árið
1784“, Saga L:2 (2012), bls. 70–111, einkum bls. 70–71 og 86.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 160