Saga - 2018, Side 163
Í inngangi bókarinnar sjást skýr merki um að bæði menningar-
legt og efnahagslegt auðmagn var talið nauðsynlegt til að halda fínt
matarboð:
ekki þótti þessu vasa-qveri ofaukid, þó findist í nokkud fleiri heldri
manna húsum. Fyrir þessháttar menn, en ekki eginlega almúga, er þad
og ætlad, og eptir fyrimanna efnum og ýmissu standi lagad, bædi med
einfalda en þó velhentandi matreidslu og adra vandhæfnari til hátída-
og veitslu-bordhalds, þá vidliggur. Samt sem ádur vonast, ad almúga-
fólk gjeti hjer af margt til hagnadar og velsæmandi tilbúníngs hreinlegs
og ljúf-fengs matar numid, og þessvegna ekki ydrist eptir, ad ljá hjer
sýndri medferd á mat auga, enn þótt meiri partur qversins se ædri
manna bordhaldi sambodnari.50
Síðar skrifaði Magnús Stephensen í sjálfsævisögu sinni að bókin
„mætti verða vegleiðslu bæði heldri konum og hyggnum í almúga-
stétt“.51 Markmið bókarinnar var því augljóslega að auka þekkingu
heldri húsmæðra enda þótt sumar uppskriftirnar væru greinilega
ætlaðar almúganum eða „undirmönnum“. Það gefur til kynna að til
dæmis vinnufólk hafi fengið annan mat en þann sem var í boði fyrir
yfirstéttina.52
Nítjánda öldin hefur verið kölluð tími annarrar bókabyltingar
íslensks samfélags.53 Þessi bylting gat þó ekki af sér marga kvenhöf-
unda. Tímamót urðu þegar ljóðabókin Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur
kom út árið 1876, fyrsta verkið af því tagi eftir konu sem kom út á
Íslandi.54 En árið 1858 kom út bók sem hefur fengið mun minni
athygli, Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. eftir Þóru
Andreu Nikólínu Jónsdóttur.55 Öfugt við bók Mörtu Maríu rúmri
„fallega framreiddur matur“ 161
50 Marta María Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver, bls. 2–3.
51 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 35.
52 Marta María Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver, bls. 21–22.
53 Loftur Guttormsson, „Framleiðsla og dreifing ritaðs máls“, Alþýðumenning á
Íslandi 1830–1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar. Ritstj. Ingi Sigurðsson
og Loftur Guttormsson (Reykjavik: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Há -
skóla útgáfan 2003), bls. 37–65, einkum bls. 38.
54 Sjá til dæmis Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ritstj. Erla Hulda Hall -
dórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands
1998), bls. 79.
55 Hallgerður hefur einnig bent á að bókina vanti í hin ýmsu yfirlitsrit. Hall -
gerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 38.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 161