Saga - 2018, Page 164
hálfri öld fyrr fer ekki á milli mála hver höfundurinn er og því mætti
jafnvel færa fyrir því rök að þessi bók sé hin fyrsta sem gefin var út
eftir konu á Íslandi. Þessar bækur hafa þó ekki talist til bókmennta-
legra verka.56 Vera má að rekja megi ástæðuna til þess að matreiðsla
var talin hlutverk kvenna og bækur um hana því ekki eiga heima
með alvöru ritum.57
Fáar heimildir eru til um Þóru og fyrir bragðið er erfitt að geta
sér til um af hverju hún ákvað að skrifa matreiðslubók. Hún fæddist
í Danmörku 1814. Móðir hennar var dönsk en faðir hennar íslenskur
prestur. Þegar hún var 10 ára fluttist fjölskyldan til Íslands. Í kring -
um 1840 fer Þóra aftur til Danmerkur og giftist Indriða Þor steinssyni
gullsmið í kaupmannahöfn það ár. Þau fluttust til Íslands og bjuggu
fyrstu tíu árin í Fnjóskadal en fluttu svo til Akureyrar þar sem Þóra
gaf út matreiðslubók sína árið 1858.58
Í inngangi tekur Þóra það sérstaklega fram að matreiðslubók
hennar sé skrifuð fyrir allar konur:
Sumum kann að þykja, er mjög eru óvanir tilbúningi rjetta, að bókin,
eða rjettara að segja, að jeg hafi við of mikinn íburð, og að það megi vel
komast af með minna; en jeg hef skýrt svo frá hverjum rjetti, að ekkert
skyldi í hann vanta, svo hann mætti verða sem beztur og fullkomn -
astur; hitt er auðvitað að nokkuð má úrfella þegar ekki er annars
kostur, svo sem er um margar hinar útlenzku kryddjurtir.
Þóra reiknaði með að þær konur sem læsu bókina væru vel færar
um að búa til hversdagsmat og mælti með að bókin væri notuð þegar
þær vildu „breyta út af hinu vanalega“,59 en eins og Þóra segir sjálf
er augljóst að bókin átti rætur til heldri heimila.
Í bók Þóru er að finna stuttan kafla sem ber heitið „Að bera á
borð, skera fyrir o.s.frv.“. Hér eru fyrstu upplýsingarnar sem finnast
í íslenskri matreiðslubók um hvernig skyldi huga að sjálfu borð -
haldinu. Þar skrifar Þóra að hún geti ekki skrifað um hvernig „prýða
megi matborð“ í stuttu máli, því það sé flókið ferli og háð efnahag
og kringumstæðum. Leiðbeiningarnar vísa þó til heldra heimilis;
sigurbjörg elín hólmarsdóttir162
56 Nógu erfitt var fyrir skáldkonur að vera viðurkenndar meðal skálda, sbr.
Helga kress, „kona og skáld“, bls. 53.
57 Helga kress hefur bent á að viðfangsefni kvenrithöfunda hafi gert þær „óhæfari
en ella í augum bókmenntastofnunarinnar“, Helga kress, Speglanir, bls. 61.
58 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 43.
59 Þóra Jónsdóttir, Ný matreiðslubók, bls. IV–V.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 162