Saga - 2018, Page 165
borðdúkurinn átti að vera hvítur og sléttur, tveir diskar á mann,
nægt pláss við borðið, allt hreint og hnífapör við hvern disk.60
Þóra lagði nokkuð upp úr íburði eða höfðingsbrag: „Það þykir
tilhlýðilegt að eitt eða tvö glös standi fyrir ofan diska hver eins, svo
hann geti haft sitt staup fyrir hvert vín, ef fleiri tegundir þeirra eru
á borð bornar, t.a.m. eitt fyrir brennivín, annað fyrir rauðvín, þriðja
fyrir portvín o.s.frv.“. konur áttu að sitja fyrir „framan“ og þær áttu
ekki að fá brennivínsstaup, en bæði konur og karlar áttu að fá vín -
glös með hverjum diski. Með sérstökum réttum gat fylgt kalt púns
og þurfti þá líka sérstakt glas fyrir það — og ekki mátti gleyma
vatnsglösum. Þóra mælti með notkun pentudúka, sem hún útskýrir
sem: „hvítir dúkar hjer um bil alin á hvern veg, sem eru snoturlega
brotnir saman á ýmsan hátt“ en hlutverk þeirra var að vernda föt
gestanna og tryggja að þeir þyrftu ekki að sleikja fingurna. Hús -
freyjan, „eða einhver í hennar stað“, átti að ausa súpunni, vellingn-
um eða grautnum upp á diskana.61
Þóra ræddi hvernig skyldi bera matinn á borðið og í hvaða röð,
einnig hvernig taka ætti af borðinu. Síðustu tvær blaðsíðurnar not aði
Þóra til að útskýra fyrir lesandum hvernig skera ætti mismunandi
kjötrétti62 og sýnir það efnahagslegt auðmagn Þóru. kjöt var ekki
algeng máltíð fyrir alþýðuna á miðbiki nítjándu aldar63 og þekking
hennar á slíku sýnir því einnig félagslegt og menningarlegt auðmagn.
Borðsiðir
Elín Briem fæddist árið 1856 og var dóttir sýslumannshjónanna
Eggerts Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur en tvíburabróðir Elínar,
Páll Briem, hélt hinn þekkta fyrirlestur Um frelsi og menntun kvenna
árið 1885. Aðalheiður B. Ormsdóttir segir í grein um Elínu að aðal-
starf kvenna á þessum tíma hafi verið að fylla aska af „hagsýni og
útsjónarsemi“ og að þær konur sem gátu aflað sér þekkingar væru
betur settar sem hagsýnar húsmæður, enda þótt margir væru á móti
slíkri menntun kvenna.64 Elín stofnaði fyrsta sérhæfða húsmæðra-
„fallega framreiddur matur“ 163
60 Sama heimild, bls. 210–211.
61 Sama heimild, bls. 212–213.
62 Sama heimild, bls. 214–216.
63 Guðmundur Jónsson, „Changes in food consumption in Iceland“, Scandinavian
Economic History review 46:1 (1998), bls. 24–41, einkum bls. 28–29.
64 Aðalheiður B. Ormsdóttir, „Að hafa gát á efnahag sínum“, bls. 85–87 og 95.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 163