Saga - 2018, Page 166
skólann árið 189765, eftir farsælan feril sem kvennaskólastýra, og má
líta á bók hennar Kvennafræðarann sem afrakstur þeirra hugmynda
sem þar bjuggu að baki: að það væri vinna og krefðist sérhæfðrar
þekkingar að vera húsmóðir.
Ferill Elínar hófst þegar hún var 22 ára og varð forstöðukona
kvennaskóla Skagfirðinga. Þar kenndi hún í tvo vetur og tók svo
við starfi forstöðukonu kvennaskóla Húnvetninga. Árið 1881 sigldi
hún til kaupmannahafnar til að stunda nám við kvennaskóla Natalie
Zahle. Þegar Elín útskrifaðist þaðan var hún ráðin forstöðukona
kvennaskólans á ytri-Ey og hlaut mikið lof fyrir störf sín. Því kemur
ekki á óvart að fyrsta útgáfa Kvennafræðarans, sem kom út í 3.000
eintökum árið 1889, rauk út og kom önnur útgáfa strax tveimur
árum síðar. 66
Elín sigldi öðru hverju til Danmerkur og kynnti sér nýjungar í
„skólastarfi, hannyrðum, fatasaumi og matargerð“ og eins og Guð -
jón Friðriksson og Jón Þ. Þór benda á byggði Kvennafræðarinn „í
bland … á íslenskum hefðum og borgaralegum dönskum venjum“.
Þeir segja að dönsk áhrif hafi verið við það að taka yfir í íslensku
samfélagi:
Sú þróun sem hefur orðið á matargerð og hússtjórn á Íslandi síðan sam-
félagið breyttist úr nær hreinræktuðu sveitasamfélagi um 1900 í iðn -
vætt borgarsamfélag má að miklu leyti rekja til danskra áhrifa, bæði frá
dönskum konum á Íslandi og íslenskum konum sem dvöldu langdvöl-
um í Danmörku og sóttu menntun sína, einkum eftir 1880, í danska
kvenna- og hússtjórnarskóla eða lærðu á hótelum og veitingastöðum í
kaupmannahöfn.67
Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða bréf sem séra Guð -
mundur Einarsson sendi Páli Melsteð varðandi menntun Ásthildar
dóttur sinnar árið 1874, en hún var í hópi fyrstu nemendanna við
kvennaskólann í Reykjavík það sama ár. Í bréfinu kemur fram að
honum þótti mikilvægt að dóttir hans lærði að leggja á borð og
„standa fyrir ýmsum gestum … Það þurfa sveitastúlkur að læra og
sigurbjörg elín hólmarsdóttir164
65 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 319.
66 Lesa má um kvennaskóla Natalie Zahle og áhrif hans á íslenska kvennaskóla
t.d. í doktorsritgerð Erlu Huldu Halldórsdóttur, Nútímans konur. Um Elínu, sjá
Aðalheiður B. Ormsdóttir, „Að hafa gát á efnahag sínum“, bls. 96–97, 101–105
og 127.
67 Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, bls.
401–404 og 407.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 164